Gottfridsson í bann fyrir ljótt brot

Ólympíuleikarnir í París | 1. ágúst 2024

Gottfridsson í bann fyrir ljótt brot

Fyrirliði sænska landsliðsins í handbolta, Jim Gottfridsson, verður í leikbanni þegar Svíar mæta Króötum á Ólympíuleikunum í París fyrir olnbogaskot í háls leikmanns Slóveníu sem fram fór í gær.

Gottfridsson í bann fyrir ljótt brot

Ólympíuleikarnir í París | 1. ágúst 2024

Jim Gottfridsson sækir að marki Slóvena
Jim Gottfridsson sækir að marki Slóvena AFP/Aris Messinis

Fyrirliði sænska landsliðsins í handbolta, Jim Gottfridsson, verður í leikbanni þegar Svíar mæta Króötum á Ólympíuleikunum í París fyrir olnbogaskot í háls leikmanns Slóveníu sem fram fór í gær.

Fyrirliði sænska landsliðsins í handbolta, Jim Gottfridsson, verður í leikbanni þegar Svíar mæta Króötum á Ólympíuleikunum í París fyrir olnbogaskot í háls leikmanns Slóveníu sem fram fór í gær.

Dean Bombac fékk óblíðar móttökur frá Gottfridsson þegar Slóveninn sótti að vörn Svía og steinlá eftir harkalegt olnbogaskot Svíans. Gottfridsson fékk að líta rautt og blátt spjald frá dómurum leiksins.

Í morgun var svo tilkynnt að leikstjórnandinn hefði verið úrskurðaður í eins leiks bann og verður því ekki með Svíum gegn Króötum á morgun en Svíar þurfa nauðsynlega á sigri að halda.

Hér má sjá brotið 

mbl.is