Helga á Prikinu líst vel á Höllu forseta

Helga á Prikinu líst vel á Höllu forseta

Helgi Hafnar Gests­son, oftast kenndur við knæpuna Prikið, lét sig ekki vanta á Austurvöll í dag þegar Halla Tómasdóttir tók formlega við embætti forseta Íslands við hátíðlega athöfn.

Helga á Prikinu líst vel á Höllu forseta

Embættistaka Höllu Tómasdóttur | 1. ágúst 2024

Helgi Hafnar Gests­son, eða Helgi á Prikinu, mætti á innsetningarathöfn …
Helgi Hafnar Gests­son, eða Helgi á Prikinu, mætti á innsetningarathöfn Höllu prúðbúinn að venju. mbl.is/Agnar

Helgi Hafnar Gests­son, oftast kenndur við knæpuna Prikið, lét sig ekki vanta á Austurvöll í dag þegar Halla Tómasdóttir tók formlega við embætti forseta Íslands við hátíðlega athöfn.

Helgi Hafnar Gests­son, oftast kenndur við knæpuna Prikið, lét sig ekki vanta á Austurvöll í dag þegar Halla Tómasdóttir tók formlega við embætti forseta Íslands við hátíðlega athöfn.

Á þriðja hundrað manns mættu í miðbæinn til þess að fylgjast með innsetningarathöfninni sem var haldin í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu.

Hópurinn fylgdist með á skjá fyrir utan Alþingishúsið. Og eðlilega mátti þar einnig finna eitt af lukkudýrum miðborgarinnar, Helga, sem hefur verið fastakúnni á Prikinu við Bankastræti svo áratugum skiptir.

„Hátíðarstund“

„Ég vildi svona rétt vera viðstaddur,“ segir Helgi í samtali við blaðamenn mbl.is en hann er búsettur í miðborginni og taldi því um að gera að kíkja á innsetningarathöfnina. „Enda hátíðarstund,“ bætir hann við.

Og hvernig líst þér á nýjan forseta?

„Bara vel held ég,“ svarar Helgi, sem efast ekki um að Halla standi sig vel í embættinu.

„Já, ég er alveg viss um það.“

mbl.is