Jóhanna Kristín Tómasdóttir og Sigríður Björg Einarsdóttir voru viðstaddar innsetningarathöfn forseta á Austurvelli og telja morgunljóst að Halla Tómasdóttir muni standa sig vel sem forseti Íslands.
Jóhanna Kristín Tómasdóttir og Sigríður Björg Einarsdóttir voru viðstaddar innsetningarathöfn forseta á Austurvelli og telja morgunljóst að Halla Tómasdóttir muni standa sig vel sem forseti Íslands.
Jóhanna Kristín Tómasdóttir og Sigríður Björg Einarsdóttir voru viðstaddar innsetningarathöfn forseta á Austurvelli og telja morgunljóst að Halla Tómasdóttir muni standa sig vel sem forseti Íslands.
Sigríður kveðst í fyrsta lagi vera stuðningskona Höllu.
„Og í öðru lagi þá missti ég af því þegar forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var sett í embætti. Þá var ég erlendis, þannig ég ætla ekki að missa af því í þetta sinn,“ segir Jóhanna, spurð að því hvers vegna þær vinkonurnar ákváðu að mæta.
Sigríður bætir því við að þær tilheyri Íslandsdeildar Business & Professional Women eða BPW eins og það er skammstafað. Jóhanna er forseti klúbbsins og Sigríður er varaforseti.
„Við erum að berjast fyrir konur og réttindum þeirra til að efla þær og þess vegna erum við hér líka,“ segir Sigríður.
„Ég lít þannig á það að það er sama hvern maður kaus í kosningunum, nú er það bara þannig að hún er forseti og við stöndum við bakið á henni,“ bætir Sigríður við.
Aðspurðar telja þær alveg ljóst að Halla muni standa sig vel.