„Svo ég veit ekki, er hún indversk eða svört?“

„Svo ég veit ekki, er hún indversk eða svört?“

„Allt í einu breytir hún um gír og verður svört manneskja.“

„Svo ég veit ekki, er hún indversk eða svört?“

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 | 1. ágúst 2024

Trump dró uppruna og bakgrunn Harris í efa á ráðstefnu …
Trump dró uppruna og bakgrunn Harris í efa á ráðstefnu svartra blaðamanna. Samsett mynd/Brandon Bell/AFP

„Allt í einu breytir hún um gír og verður svört manneskja.“

„Allt í einu breytir hún um gír og verður svört manneskja.“

Þessi ummæli lét Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, falla um varaforsetann Kamölu Harris á ráðstefnu Landssambands svartra blaðamanna í gær.

Á ráðstefnunni gaf Trump í skyn að Harris hefði ákveðið að „gerast svört“ fyrir pólitískan ávinning. Seinna sama dag lét hann einnig þau orð falla að Harris hefði reynt að gera sér upp suðrænan hreim á kosningafundi í Atlanta.

„Svo ég veit ekki, er hún indversk eða svört?“

Sama gamla sagan

Harris á móður frá Indlandi en faðir hennar er frá Bandaríkjunum og Jamaíku. Hefur Harris lengi skilgreint sig sem svarta og ekki dregið dul á húðlit sinn eða uppruna, en þess má geta að hún útskrifaðist úr háskóla sem er sögulega fyrir svarta.  

Harris hefur í kjölfarið kallað ummælin „sömu gömlu söguna“ af „vanvirðingu og skautun“. 

Trump hefur verið mikið í mun að undanförnu að höfða til svartra kjósenda en ekki er víst að ummælin verði honum í hag í þeim efnum.

mbl.is