Norska kvennalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, gulltryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitunum á Ólympíuleikunum í París.
Norska kvennalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, gulltryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitunum á Ólympíuleikunum í París.
Norska kvennalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, gulltryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitunum á Ólympíuleikunum í París.
Noregur vann öruggan sigur á Slóveníu, 29:22, og er með sex stig eftir fjórar umferðir af fimm, eins og Svíþjóð og Danmörk. Norðurlandaliðin þrjú fara öll áfram úr A-riðlinum en Þýskaland, Suður-Kórea og Slóvenía eru öll með tvö stig og berjast um síðasta sætið í átta liða úrslitum I lokaumferðinni.
Úr B-riðlinum eru Frakkar, Hollendingar og Ungverjar komnir í átta liða úrslit en Angóla og Brasilía slást um síðasta sætið.