Novak Djokovic frá Serbíu heldur áfram í drauminn um langþráð ólympíugull í tennis eftir að hann lagði Lorenzo Musetti að velli í undanúrslitum einliðaleiksins á Ólympíuleikunum, á Roland Garros-vellinum í París í kvöld.
Novak Djokovic frá Serbíu heldur áfram í drauminn um langþráð ólympíugull í tennis eftir að hann lagði Lorenzo Musetti að velli í undanúrslitum einliðaleiksins á Ólympíuleikunum, á Roland Garros-vellinum í París í kvöld.
Novak Djokovic frá Serbíu heldur áfram í drauminn um langþráð ólympíugull í tennis eftir að hann lagði Lorenzo Musetti að velli í undanúrslitum einliðaleiksins á Ólympíuleikunum, á Roland Garros-vellinum í París í kvöld.
Djokovic var tæpur vegna meiðsla eftir átta manna úrslitin þar sem hann þurfti aðhlynningu á meðan leikurinn stóð yfir. Hann stóðst harða mótspyrnu frá Ítalanum og vann í tveimur settum, 6:4 og 6:2.
Carlos Alcaraz frá Spáni verður andstæðingur hans í úrslitaleiknum á sunnudaginn en á þeim er sextán ára aldursmunur. Hinn 21-árs gamli Alcaraz vann Felix Auger-Aliassime frá Kanada mjög örugglega fyrr í dag, 6:1 og 6:1.
Hinn 37 ára gamli Djokovic hefur aldrei unnið ólympíugull þrátt fyrir glæsilegan feril og best náð bronsverðlaunum á Ólympíuleikum.