Egyptar áfram eftir sigur á Noregi

Ólympíuleikarnir í París | 2. ágúst 2024

Egyptar áfram eftir sigur á Noregi

Egyptar tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í París með því að sigra Norðmenn í næstsíðustu umferð B-riðils, 26:25.

Egyptar áfram eftir sigur á Noregi

Ólympíuleikarnir í París | 2. ágúst 2024

Egyptinn Mohab Abdelhak í dauðafæri gegn Norðmönnum í kvöld.
Egyptinn Mohab Abdelhak í dauðafæri gegn Norðmönnum í kvöld. AFP/Damien Meyer

Egyptar tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í París með því að sigra Norðmenn í næstsíðustu umferð B-riðils, 26:25.

Egyptar tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í París með því að sigra Norðmenn í næstsíðustu umferð B-riðils, 26:25.

Þar með liggur fyrir að leikur Frakka og Ungverja í lokaumferðinni á sunnudaginn er hreinn úrslitaleikur um hvort liðanna kemst áfram.

Danir eru með 8 stig í riðlinum, Norðmenn 6, Egyptar 5, Frakkar 3, Ungverjar 2 en Argentínumenn ekkert. Fjögur liðanna komast áfram en Danir og Norðmenn voru þegar búnir að tryggja sér farseðlana í átta liða úrslitin.

Yahia Omar skoraði sjö mörk fyrir Egypta í kvöld, Ahmed  Adel og Ahmed Hesham fjögur mörk hvor.

Harald Reinkind var markahæstur Norðmanna með sjö mörk og Tobias Schjölberg Gröndahl fjögur.

mbl.is