Fjölmennt í föstudagsbrekkunni

Þjóðhátíð | 2. ágúst 2024

Fjölmennt í föstudagsbrekkunni

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fagnar nú 150 ára afmæli sínu, og hefur verið vel mætt í brekkuna í Herjólfsdal á fyrsta degi hátíðarinnar.

Fjölmennt í föstudagsbrekkunni

Þjóðhátíð | 2. ágúst 2024

Mikið fjör er nú við stóra sviðið í Herjólfsdal.
Mikið fjör er nú við stóra sviðið í Herjólfsdal. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fagnar nú 150 ára afmæli sínu, og hefur verið vel mætt í brekkuna í Herjólfsdal á fyrsta degi hátíðarinnar.

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fagnar nú 150 ára afmæli sínu, og hefur verið vel mætt í brekkuna í Herjólfsdal á fyrsta degi hátíðarinnar.

Fjölmennt er í brekkunni að kvöldi föstudags á Þjóðhátíð í …
Fjölmennt er í brekkunni að kvöldi föstudags á Þjóðhátíð í Eyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson


Jóhanna Guðrún steig á svið fyrr í kvöld ásamt Fjallabræðrum til þess að frumflytja þjóðhátíðarlagið, Töfrar, en það er samið af Hall­dóri Gunn­ari Páls­syni, gítarleikara Fjallabræðra, og Klöru Elías­dótt­ur.

Var gerður góður rómur að flutningi Jóhönnu Guðrúnar og Fjallabræðra, og má eiga von á því að lagið muni óma oft um Vestmannaeyjar um helgina. 

Fjallabræður og Jóhanna Guðrún fluttu þjóðhátíðarlagið í kvöld. Halldór Gunnar …
Fjallabræður og Jóhanna Guðrún fluttu þjóðhátíðarlagið í kvöld. Halldór Gunnar Pálsson, gítarleikari og annar af höfundum lagsins sést hér fyrir miðri mynd. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Hefð er fyrir því að allir höfundar og flytjendur þjóðhátíðarlagsins fái uppstoppaðan lunda í heiðursskyni fyrir, en á meðfylgjandi mynd má sjá Jóhönnu Guðrúnu þegar hún fékk sinn lunda. 

Jóhanna Guðrún með lundann.
Jóhanna Guðrún með lundann. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is