Flaug til Tyrklands í sjöttu andlitslyftinguna

Einstakur stíll | 2. ágúst 2024

Flaug til Tyrklands í sjöttu andlitslyftinguna

Breska glamúrfyrirsætan Katie Price er stödd í Tyrklandi um þessar mundir. Þar mun hún gangast undir sjöttu andlitslyftinguna sína.

Flaug til Tyrklands í sjöttu andlitslyftinguna

Einstakur stíll | 2. ágúst 2024

Price segist vilja líta út eins og Bratz-dúkka.
Price segist vilja líta út eins og Bratz-dúkka. Samsett mynd

Breska glamúr­fyr­ir­sæt­an Katie Price er stödd í Tyrklandi um þess­ar mund­ir. Þar mun hún gang­ast und­ir sjöttu and­lits­lyft­ing­una sína.

Breska glamúr­fyr­ir­sæt­an Katie Price er stödd í Tyrklandi um þess­ar mund­ir. Þar mun hún gang­ast und­ir sjöttu and­lits­lyft­ing­una sína.

Price hef­ur gjör­breytt lík­ama sín­um með ótal lýtaaðgerðum á síðastliðnum árum og seg­ist hvergi nærri hætt. Aðeins ör­fá­ar vik­ur eru liðnar frá því að hún gekkst und­ir 17 brjóstas­tækk­un sína í Brus­sel. Price er sögð vera að vinna að gerð heim­ild­ar­mynd­ar um fegr­un­araðgerðir.

Glamúr­fyr­ir­sæt­an, sem var úr­sk­urðuð gjaldþrota í annað sinn fyrr á ár­inu, kaus að hunsa hand­töku­skip­un sem var gef­in út á dög­un­um eða eft­ir að hún lét ekki sjá sig í dómsal þar sem taka átti fyr­ir him­in­há­ar pen­inga­skuld­ir henn­ar. Í stað þess flaug Price til Tyrk­land til að gang­ast und­ir tveggja millj­óna króna and­lits­lyft­ingu og tannviðgerðir. 

Price er sögð skulda 760.000 pund eða sem sam­svar­ar 135 millj­ón­um ís­lenskra króna. 

mbl.is