Útvarpskonan og áhrifavaldurinn Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í Gúmmíbát, hefur ákveðið slást í lið með diskótvíeykinu HúbbaBúbba en hópurinn gaf saman út lagið Miklu meira en bara tyggjó á miðnætti.
Útvarpskonan og áhrifavaldurinn Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í Gúmmíbát, hefur ákveðið slást í lið með diskótvíeykinu HúbbaBúbba en hópurinn gaf saman út lagið Miklu meira en bara tyggjó á miðnætti.
Útvarpskonan og áhrifavaldurinn Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í Gúmmíbát, hefur ákveðið slást í lið með diskótvíeykinu HúbbaBúbba en hópurinn gaf saman út lagið Miklu meira en bara tyggjó á miðnætti.
Gugga hefur átt mikilli velgengni að fagna á samfélagsmiðlum en hún er þekkt fyrir líflega nærveru og frumlega sköpun á TikTok og Instagram. Hún hefur líka lengi haft brennandi áhuga á tónlist. Það kom því ekki á óvart þegar hún ákvað að henda sér ofan í djúpu laugina og gefa út sitt fyrsta lag með litríku popphljómsveitinni HúbbaBúbba.
„Lagið er bæði poppað og dansvænt, það hefur fallið í kramið hjá þeim sem hafa fengið forskot á sæluna og erum við mjög spennt,” segir Gugga um nýja lagið.
„Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegt og gefandi verkefni. Við HúbbaBúbba náðum strax mjög góðu listrænu sambandi og höfum unnið mikið saman að undanförnu í stúdíóinu. Það verður pottþétt mikið stuð á dansgólfinu í sumar og haust,“ bætir hún við.
Lagið er gefið út í aðdraganda Þjóðhátíðar og er komið á allar helstu streymisveitur. Gugga í Gúmmíbát er hvergi bangin á þessu nýja sviði og segist vera spennt að grípa í míkrófóninn í sumar.
„Það er aldrei að vita hvað maður tekur upp á næst, kannski ég fari á sjó og þar bæri ég sannarlega nafn með rentu. Þangað til trylli ég lýðinn með tyggjósnáðunum mínum í HúbbaBúbba,“ segir Gugga að lokum.