Gullverðlaun til Úganda og ólympíumet

Ólympíuleikarnir í París | 2. ágúst 2024

Gullverðlaun til Úganda og ólympíumet

Joshua Cheptegei frá Úganda varð í kvöld ólympíumeistari í 10.000 metra hlaupi karla í París eftir gríðarlega harða keppni.

Gullverðlaun til Úganda og ólympíumet

Ólympíuleikarnir í París | 2. ágúst 2024

Joshua Cheptegei kemur brosandi í mark.
Joshua Cheptegei kemur brosandi í mark. AFP/Jewel Samad

Joshua Cheptegei frá Úganda varð í kvöld ólympíumeistari í 10.000 metra hlaupi karla í París eftir gríðarlega harða keppni.

Joshua Cheptegei frá Úganda varð í kvöld ólympíumeistari í 10.000 metra hlaupi karla í París eftir gríðarlega harða keppni.

Cheptegei, sem er þrefaldur heimsmeistari og handhafi heimsmetsins, setti nýtt ólympímet, 26:43,14 mínútur, og bætti gamla metið um heilar 24 sekúndur en Kenenisa Bekele hljóp á 27:07,17 mínútum í Peking árið 2008.

Berihu Aregawi frá Eþíópíu fékk silfurverðlaunin á 26:43,44 mínútum og Grant Fisher frá Bandaríkjunum bronsið á 26:43,46 mínútum. Þetta eru fyrstu verðlaun Bandaríkjanna í greininni frá árinu 1968.

mbl.is