Nú styttist óðum í verslunarmannahelgina sem er að margra mati skemmtilegasta helgi sumarsins. Hér er listi yfir nokkrar góðar útihátíðir víða um land sem gaman er að skella sér á!
Nú styttist óðum í verslunarmannahelgina sem er að margra mati skemmtilegasta helgi sumarsins. Hér er listi yfir nokkrar góðar útihátíðir víða um land sem gaman er að skella sér á!
Nú styttist óðum í verslunarmannahelgina sem er að margra mati skemmtilegasta helgi sumarsins. Hér er listi yfir nokkrar góðar útihátíðir víða um land sem gaman er að skella sér á!
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur lengi verið stærsta útihátíð landsins og hún fagnar 150 ára afmæli í ár en búist er við allt að 15.000 manns mæti í dalinn. Þjóðhátíð er nú þegar hafin en hátíðargestir mega búast við mikilli tónlistarveislu langt fram á nótt frá föstudegi til sunnudags. Þar koma meðal annars fram Bubbi Morthens, FM95BLÖ, Stuðmenn, ClubDub og Jóhanna Guðrún sem flytur Þjóðhátíðarlagið, Töfrar, í ár.
Spáð er ágætu veðri í Vestmannaeyjum um helgina, þurrt og skýjað á í dag og sunnudag en sól á laugardag. Hitinn verður á bilinu 10-11 stig yfir alla dagana.
Síldarævintýrið á Siglufirði hefur fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna þar sem mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki úr Fjallabyggð mun koma fram. Dagskráin hófst í gær en hún verður í fullu fjöri fram á sunnudag. Ókeypis er á barna- og unglingaskemmtunina en þar verður meðal annars boðið upp á grillveislu, hoppukastala, sundlaugardiskó, froðufjör og flugeldasýningu.
Hitinn verður á bilinu 9-11 stig en þurru og mildu veðri er spáð í dag og laugardag en rigning er í kortunum á sunnudag.
Ein með öllu á Akureyri býður upp á stútfulla fjölskyldudagskrá frá morgni og fram eftir kvöldi frá deginum í dag til sunnudags. Þegar það fer að rökkva taka við tónleikahöld. Sparitónleikarnir sem fara fram á sunnudeginum eru stærstu tónleikar hátíðarinnar. Þar koma fram meðal annars Herra Hnetusmjör, Prettyboitjokko, Stjórnin og Páll Óskar.
Spáð er hita á bilinu 12-18 stig á Akureyri. Skýjað verður í dag og á morgun en það gæti komið lítilsháttar rigning á sunnudaginn.
Eins og hefð er fyrir, þá verður Innipúkinn haldinn hátíðlegur í Reykjavík. Innipúkum verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá frá deginum í dag til sunnudags sem fer fram í Gamla Bíói og og á skemmtistaðnum Röntgen. Þar koma meðal annars fram hljómsveitarnar Hipsumhaps, Hatari, Úlfur Úlfur og tónlistarkonan Una Torfa.
Spáð er hinu fínasta veðri á höfuðborgarsvæðinu yfir helgina. Hitinn verður á bilinu 13-15 stig.
Það er alltaf nóg um að vera á hátíðinni Flúðir um Versló en þar verður frábær dagskrá sem er nú þegar hafin. Á hátíðinni er mikil hefð fyrir torfæru- og furðubátakeppnum sem gaman er að fylgjast með. Á sunnudagskvöld verður brekkusöngur í Torfdal, rétt hjá tjaldsvæðinu á Flúðum.
Það er spáð skýjuðu veðri í dag en sólin lætur sjá sig á morgun og sunnudag. Hitinn gæti farið í 15 stig.
Hátíðin Neistaflug á Neskaupsstað er nú þegar farin af stað en þar er boðið upp á glæsilega fjölskyldudagskrá fram á sunnudag. Hápunktur hátíðarinnar verða stórtónleikar þar sem fjölbreytt flóra íslensks tónlistarfólks mun stíga á svið. Meðal þeirra sem koma fram eru Laddy & Hljómsveit mannanna, Bríet, Jón Jónsson og Friðrik Dór. Að tónleikum loknum verður flugeldasýning.
Rigning er í kortunum í dag og en það styttir upp á morgun. Hitinn verður á bilinu 10-12 stig.
Það verður mikið um að vera á Samanfest í Iðnó. Sett verður upp fjölbreytt dagskrá tónlistaratriða alla helgina frá deginum í dag til sunnudags. Á daginn verður frítt prógramm frá kl. 16:00 - 18:00 fyrir alla. Síðan byrjar lifandi hátíðardagskrá frá kl. 20:00 - 23:00. Eftir það taka vel valdir plötusnúðar við og klára kl 03:00. Þá verður DJ prógramm einnig á efri hæð hússins í Sunnusal.
Þar koma meðal annars fram Svala Björgvins, Tæson, Rorra og Helldóra. Yfir helgina mun sigurvegari European Street Food Awards á Íslandi, Chef Siggi Gunnlaugs, elda ljúffenga rétti af sérsniðnum matseðli í „pop-up“ eldhúsi sínu.
Spáð er sumarblíðu.