Hvar verður þú yfir verslunarmannahelgina?

Ferðumst innanlands | 2. ágúst 2024

Hvar verður þú yfir verslunarmannahelgina?

Nú styttist óðum í verslunarmannahelgina sem er að margra mati skemmtilegasta helgi sumarsins. Hér er listi yfir nokkrar góðar útihátíðir víða um land sem gaman er að skella sér á!

Hvar verður þú yfir verslunarmannahelgina?

Ferðumst innanlands | 2. ágúst 2024

Það má búast við miklu fjöri yfir verslunarmannahelgina.
Það má búast við miklu fjöri yfir verslunarmannahelgina. Samsett mynd

Nú styttist óðum í verslunarmannahelgina sem er að margra mati skemmtilegasta helgi sumarsins. Hér er listi yfir nokkrar góðar útihátíðir víða um land sem gaman er að skella sér á!

Nú styttist óðum í verslunarmannahelgina sem er að margra mati skemmtilegasta helgi sumarsins. Hér er listi yfir nokkrar góðar útihátíðir víða um land sem gaman er að skella sér á!

Þjóðhátíð í Eyjum

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur lengi verið stærsta útihátíð landsins og hún fagnar 150 ára afmæli í ár en búist er við allt að 15.000 manns mæti í dalinn. Þjóðhátíð er nú þegar hafin en hátíðargestir mega búast við mikilli tónlistarveislu langt fram á nótt frá föstudegi til sunnudags. Þar koma meðal annars fram Bubbi Morthens, FM95BLÖ, Stuðmenn, ClubDub og Jóhanna Guðrún sem flytur Þjóðhátíðarlagið, Töfrar, í ár.

Spáð er ágætu veðri í Vestmannaeyjum um helgina, þurrt og skýjað á í dag og sunnudag en sól á laugardag. Hitinn verður á bilinu 10-11 stig yfir alla dagana.  

Þjóðhátíð 2023.
Þjóðhátíð 2023. Ljósmynd/Óskar Pétur

Síldarævintýrið á Siglufirði

Síldarævintýrið á Siglufirði hefur fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna þar sem mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki úr Fjallabyggð mun koma fram. Dagskráin hófst í gær en hún verður í fullu fjöri fram á sunnudag. Ókeypis er á barna- og unglingaskemmtunina en þar verður meðal annars boðið upp á grillveislu, hoppukastala, sundlaugardiskó, froðufjör og flugeldasýningu.

Hitinn verður á bilinu 9-11 stig en þurru og mildu veðri er spáð í dag og laugardag en rigning er í kortunum á sunnudag. 

Siglufjörður.
Siglufjörður. Ljósmynd/Sigurður Bogi Sævarsson

Ein með öllu á Akureyri

Ein með öllu á Akureyri býður upp á stútfulla fjölskyldudagskrá frá morgni og fram eftir kvöldi frá deginum í dag til sunnudags. Þegar það fer að rökkva taka við tónleikahöld. Sparitónleikarnir sem fara fram á sunnudeginum eru stærstu tónleikar hátíðarinnar. Þar koma fram meðal annars Herra Hnetusmjör, Prettyboitjokko, Stjórnin og Páll Óskar.

Spáð er hita á bilinu 12-18 stig á Akureyri. Skýjað verður í dag og á morgun en það gæti komið lítilsháttar rigning á sunnudaginn. 

Ein með öllu 2023 á Akureyri.
Ein með öllu 2023 á Akureyri. Mbl.is/Þorgeir

Innipúkinn í Reykjavík

Eins og hefð er fyrir, þá verður Innipúkinn haldinn hátíðlegur í Reykjavík. Innipúkum verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá frá deginum í dag til sunnudags sem fer fram í Gamla Bíói og og á skemmtistaðnum Röntgen. Þar koma meðal annars fram hljómsveitarnar Hipsumhaps, Hatari, Úlfur Úlfur og tónlistarkonan Una Torfa. 

Spáð er hinu fínasta veðri á höfuðborgarsvæðinu yfir helgina. Hitinn verður á bilinu 13-15 stig.

Innipúkanum virðist vaxa ásmegin frá ári til árs.
Innipúkanum virðist vaxa ásmegin frá ári til árs. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson

Flúðir um Versló

Það er alltaf nóg um að vera á hátíðinni Flúðir um Versló en þar verður frábær dagskrá sem er nú þegar hafin. Á hátíðinni er mikil hefð fyrir torfæru- og furðubátakeppnum sem gaman er að fylgjast með. Á sunnudagskvöld verður brekkusöngur í Torfdal, rétt hjá tjaldsvæðinu á Flúðum.

Það er spáð skýjuðu veðri í dag en sólin lætur sjá sig á morgun og sunnudag. Hitinn gæti farið í 15 stig.

Brekkusöngurinn á Flúðum.
Brekkusöngurinn á Flúðum. Skjáskot/Facebook

Neistaflug á Neskaupsstað

Hátíðin Neistaflug á Neskaupsstað er nú þegar farin af stað en þar er boðið upp á glæsilega fjölskyldudagskrá fram á sunnudag. Hápunktur hátíðarinnar verða stórtónleikar þar sem fjölbreytt flóra íslensks tónlistarfólks mun stíga á svið. Meðal þeirra sem koma fram eru Laddy & Hljómsveit mannanna, Bríet, Jón Jónsson og Friðrik Dór. Að tónleikum loknum verður flugeldasýning.

Rigning er í kortunum í dag og en það styttir upp á morgun. Hitinn verður á bilinu 10-12 stig. 

Kvöldvaka á Neistaflugi.
Kvöldvaka á Neistaflugi. Ljósmyndari/Hlynur Sveinsson

Samanfest í Iðnó

Það verður mikið um að vera á Samanfest í Iðnó. Sett verður upp fjölbreytt dagskrá tónlistaratriða alla helgina frá deginum í dag til sunnudags. Á daginn verður frítt prógramm frá kl. 16:00 - 18:00 fyrir alla. Síðan byrjar lifandi hátíðardagskrá frá kl. 20:00 - 23:00. Eftir það taka vel valdir plötusnúðar við og klára kl 03:00. Þá verður DJ prógramm einnig á efri hæð hússins í Sunnusal.

Þar koma meðal annars fram Svala Björgvins, Tæson, Rorra og Helldóra. Yfir helgina mun sigurvegari European Street Food Awards á Íslandi, Chef Siggi Gunnlaugs, elda ljúffenga rétti af sérsniðnum matseðli í „pop-up“ eldhúsi sínu. 

Spáð er sumarblíðu.

Sólarveðri er spáð í höfuðborginni um helgina.
Sólarveðri er spáð í höfuðborginni um helgina. Skjáskot/Facebook



mbl.is