Mikil spenna í golfinu

Ólympíuleikarnir í París | 2. ágúst 2024

Mikil spenna í golfinu

Xander Schauffele frá Bandaríkjunum, Hideki Matsuyama frá Japan og Tommy Fleetwood frá Bretlandi eru efstir og jafnir eftir annan golfhring Ólympíuleikanna í París en þeir eru allir á ellefu höggum undir pari vallarins.

Mikil spenna í golfinu

Ólympíuleikarnir í París | 2. ágúst 2024

Xander Schauffele er í forystu eftir tvo hringi
Xander Schauffele er í forystu eftir tvo hringi AFP/John MacDougall

Xander Schauffele frá Bandaríkjunum, Hideki Matsuyama frá Japan og Tommy Fleetwood frá Bretlandi eru efstir og jafnir eftir annan golfhring Ólympíuleikanna í París en þeir eru allir á ellefu höggum undir pari vallarins.

Xander Schauffele frá Bandaríkjunum, Hideki Matsuyama frá Japan og Tommy Fleetwood frá Bretlandi eru efstir og jafnir eftir annan golfhring Ólympíuleikanna í París en þeir eru allir á ellefu höggum undir pari vallarins.

Belginn Thomas Detry lék manna best í dag. Detry lék á átta höggum undir pari í dag, Tommy Fleetwood á sjö undir pari og Schauffele á fimm undir pari. Matsuyama lék einungis á þremur undir pari en hann var efstur eftir fyrsta hring.

Spánverjinn Jon Rahm er fjórði og Detry fimmti ásamt Pan C.T. frá Taívan. Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler frá Bandaríkjunum, lék á fjórum undir pari í dag og situr í tíunda sæti. Rory McIlroy frá Írlandi er í þrettánda sæti ásamt fimm öðrum kylfingum.

mbl.is