Náði í fjórðu gullverðlaunin í kvöld

Ólympíuleikarnir í París | 2. ágúst 2024

Náði í fjórðu gullverðlaunin í kvöld

Franski sundkappinn Leon Marchand krækti í sín fjórðu gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París í kvöld.

Náði í fjórðu gullverðlaunin í kvöld

Ólympíuleikarnir í París | 2. ágúst 2024

Leon Marchand fagnar sigrinum í kvöld.
Leon Marchand fagnar sigrinum í kvöld. AFP/Oli Scarff

Franski sundkappinn Leon Marchand krækti í sín fjórðu gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París í kvöld.

Franski sundkappinn Leon Marchand krækti í sín fjórðu gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París í kvöld.

Marchand hefur farið á kostum í lauginni á leikunum, ákaft hvattur af löndum sínum, og í kvöld var það gullið í 200 metra fjórsundi karla sem hann tryggði sér.

Hann kom í mark á 1:54,06 mínútu sem er næstbesti tími sögunnar í greininni og nýtt ólympíumet.

Duncan Scott frá Bretlandi fékk silfurverðlaunin og Wang Shun frá Kína bronsverðlaunin.

Kaylee McKeown fagnar sigrinum í kvöld.
Kaylee McKeown fagnar sigrinum í kvöld. AFP/Oli Scarff

Kaylee McKeown frá Ástralíu sigraði í 200 metra baksundi kvenna í kvöld og fer því heim með tvö gull eftir að hafa líka unnið 100 metra baksundið. Þar með lék hún sama leik og í Tókýó 2021 þegar hún fór líka heim með gullverðlaunin úr báðum baksundsgreinunum.

mbl.is