Sérfræðingar vilja hreyfa lúin hné

Heilsa og mataræði | 2. ágúst 2024

Sérfræðingar vilja hreyfa lúin hné

Margir halda að best sé að hreyfing sé af hinu slæma þegar fólk finnur til í hnjánum. Sérfræðingar mæla hins vegar með því að fólk leggi áherslu á góðar æfingar til þess að styrkja hnéin. 

Sérfræðingar vilja hreyfa lúin hné

Heilsa og mataræði | 2. ágúst 2024

Það er vont að finna til í hnjánum.
Það er vont að finna til í hnjánum. Unsplash.com/Anna Auza

Marg­ir halda að best sé að hreyf­ing sé af hinu slæma þegar fólk finn­ur til í hnján­um. Sér­fræðing­ar mæla hins veg­ar með því að fólk leggi áherslu á góðar æf­ing­ar til þess að styrkja hné­in. 

Marg­ir halda að best sé að hreyf­ing sé af hinu slæma þegar fólk finn­ur til í hnján­um. Sér­fræðing­ar mæla hins veg­ar með því að fólk leggi áherslu á góðar æf­ing­ar til þess að styrkja hné­in. 

Það að hreyfa hné eins mikið og mögu­legt er er mik­il­vægt til þess að tryggja gott blóðflæði um svæði og tryggja að nær­ing­ar­efni ber­ist þangað. Það viðheld­ur virkni hnjánna. Ný­leg rann­sókn í Pain Journal leiddi í ljós að mik­ill meiri­hluti þeirra sem þjást af slæm­um hnjám forðist að hreyfa sig og halda að hreyf­ing sé skaðleg fyr­ir hné­in. „Það er best að hreyfa hné­in á marga mis­mun­andi vegu,“ seg­ir Dr. Dalt­on Wong í viðtali við The Times.

Nokk­ur góð ráð:

Sex þúsund skref á dag að lág­marki

Rann­sókn­ir hafa sýnt að fólk á miðjum aldri með slæm hné voru 40% ólík­legri til þess að finna til óþæg­inda í hnján­um ef þau gengu reglu­lega sam­an­borið við fólk sem gerði það ekki.

Það að ganga á hverj­um degi virðist hjálpa mikið til við að þjálfa hné­in og koma í veg fyr­ir frek­ari meiðsli eða versn­andi ástand.

„Fólk ætti að ganga, sér­stak­lega ef hné­in eru ekki slæm alla daga. Sex þúsund skref á dag ætti að vera lág­marks­viðmið fyr­ir hvern dag. Slík hreyf­ing gæti haldið hnján­um góðum þannig að maður geti viðhaldið get­unni til þess að ganga upp stiga svo dæmi sé nefnt,“ seg­ir Wong.

Lyftu lóðum

Fólk held­ur stund­um að það að lyfta lóðum setji óþarfa álag á liðina þegar sann­leik­ur­inn er sá að slík þjálf­un geti einnig verndað þá. Rann­sókn­ir hafa sýnt að styrkt­arþjálf­un hafi já­kvæða fylgni við betri hné. Því fyrr sem maður byrj­ar því betra.

Farðu í sund

Sund er lík­ams­rækt sem er sér­stak­lega góð fyr­ir liðina. Vatnið veit­ir lík­am­an­um viss­an stuðning og styður við mjúk­ar hreyf­ing­ar. Rann­sókn­ir hafa sýnt að þeir sem synda eru 37% ólík­legri til þess að finna fyr­ir mikl­um sárs­auka í hnjám. „Sund er frá­bært til þess að byggja upp vöðva án þess að þurfa að lyfta lóðum,“ seg­ir Wong.

Stattu á öðrum fæti

Jafn­vægi skipt­ir líka máli þegar kem­ur að hnján­um. „Eft­ir því sem við eld­umst þá minnk­ar hæfi­leiki okk­ar til þess að halda jafn­vægi. Því verr sem okk­ur geng­ur að halda jafn­vægi því meiri lík­ur á því að hné­in verði fyr­ir skaða. Það er hægt að þjálfa jafn­vægið með því að standa á öðrum fæti, til dæm­is þegar maður er að bursta tenn­urn­ar.“

mbl.is