Siglingaáætlun Herjólfs helst óbreytt

Þjóðhátíð | 2. ágúst 2024

Siglingaáætlun Herjólfs helst óbreytt

„Allar auglýstar ferðir í siglingaáætlun Herjólfs eru á áætlun,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, í samtali við mbl.is.

Siglingaáætlun Herjólfs helst óbreytt

Þjóðhátíð | 2. ágúst 2024

Herjólfur við Landeyjahöfn.
Herjólfur við Landeyjahöfn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Allar auglýstar ferðir í siglingaáætlun Herjólfs eru á áætlun,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, í samtali við mbl.is.

„Allar auglýstar ferðir í siglingaáætlun Herjólfs eru á áætlun,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, í samtali við mbl.is.

Hann tekur fram að áætlanir Herjólfs gangi sinn vanagang þrátt fyrir veðurspár og að ekki hafi verið gerðar neinar breytingar.

„Við erum með sérstaka áætlun yfir þjóðhátíð sem hefur ekkert breyst,“ segir Hörður og tekur fram að sú tímasetning sem birtist á miða fólks sé rétta tímasetningin. 

Allir glaðir og spenntir 

Þrátt fyrir veðurspá er Hörður bjartsýnn á að siglingarnar muni ekki raskast.

„Þó að það sé spáð einhverjum smá gusti hérna í fyrramálið – eins og staðan er í dag þá myndi ég ekki hafa neinar áhyggjur af siglingum í Landeyjarhöfn,“ segir hann. 

Spurður um stemninguna meðal fólks segir Hörður að allir séu spenntir og glaðir: „Það var gott veður hérna í gær og það er fínt veður hérna núna þannig að ég er bara spenntur eins og allir hinir.“ 

Hörður hvetur fólk til þess að mæta tímalega, minnsta kosti einum klukkutíma fyrir brottför. Einnig gefa sér tíma fyrir akstur þar sem umferð er mikil og bílastæðin fljót að fyllast og því smá ganga að bátnum.

mbl.is