Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini hefur beðist afsökunar á að hafa ekki óskað Imane Khelif frá Alsír til hamingju með sigurinn í sögulegri viðureign þeirra á Ólympíuleikunum í París.
Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini hefur beðist afsökunar á að hafa ekki óskað Imane Khelif frá Alsír til hamingju með sigurinn í sögulegri viðureign þeirra á Ólympíuleikunum í París.
Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini hefur beðist afsökunar á að hafa ekki óskað Imane Khelif frá Alsír til hamingju með sigurinn í sögulegri viðureign þeirra á Ólympíuleikunum í París.
Khelif sló þá Carini niður í aðeins 46 sekúndna bardaga en þátttaka alsírsku konunnar á leikunum er umdeild þar sem hún hefur mælst með mikið magn testósteróns í líkamanum. Af þeim sökum fékk hún ekki að keppa á síðasta heimsmeistaramóti.
Alþjóða ólympíunefndin, IOC, hefur hins vegar tekið af allan vafa um að hún eigi rétt á að taka þátt í leikunum. „Alsírski hnefaleikarinn fæddist sem kona, var skráð sem kona, hefur lifað sitt líf sem kona, barist sem kona og er kona í sínu vegabréfi," sagði Mark Adams, talsmaður IOC, við BBC í gær.
Þungt högg sem Khelif veitti Carini hefur vakið mikla athygli en sú ítalska nefbrotnaði og hætti keppni. Carini hefur nú rætt atvikið við ítalska íþróttadagblaðið Gazetta dello Sport.
„Ég er leið yfir allri þessari umfjöllun og finn til með andstæðingi mínum. Fyrst IOC segir að hún megi keppa þá virði ég þá ákvörðun," sagði Carini sem tók ekki í hönd Khelif eftir bardagann.
„Það var ekki með ráðum gert. Ég vil biðja hana og alla aðra afsökunar. Ég var reið þar sem Ólympíuleikarnir mínir voru farnir í vaskinn. Ég mun faðma hana ef við mætumst aftur," sagði Carini, sem fékk höggið eftir tæpar 30 sekúndur, stóð upp og fór í hornið sitt til að laga höfuðbúnaðinn. Hún reyndi að halda áfram en sneri við og gaf bardagann.
„Þetta hefði getað verið bardagi lífs míns, en á þessari stundu varð ég að taka ákvörðun sem væri mér fyrir bestu," sagði Carini við BBC eftir bardagannn.