Telur ummæli Helga ekki alvarleg

Telur ummæli Helga ekki alvarleg

„Eftir að hafa rýnt í þetta mál og ráðfært mig við góðan hóp fólks, þá tel ég enga ástæðu til þess að víkja Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara frá störfum vegna þeirra ummæla sem hann hefur látið falla,“ segir Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið.

Telur ummæli Helga ekki alvarleg

Vararíkissaksóknari áminntur | 2. ágúst 2024

Jón Gunnarsson segir að horfa verði til umhverfis og aðstæðna …
Jón Gunnarsson segir að horfa verði til umhverfis og aðstæðna sem Helgi var í. mbl.is/Óttar

„Eftir að hafa rýnt í þetta mál og ráðfært mig við góðan hóp fólks, þá tel ég enga ástæðu til þess að víkja Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara frá störfum vegna þeirra ummæla sem hann hefur látið falla,“ segir Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið.

„Eftir að hafa rýnt í þetta mál og ráðfært mig við góðan hóp fólks, þá tel ég enga ástæðu til þess að víkja Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara frá störfum vegna þeirra ummæla sem hann hefur látið falla,“ segir Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið.

Leitað var álits Jóns á bréfi sem ríkissaksóknari sendi Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, eftirmanni Jóns í starfi, fyrir skemmstu þar sem þess var farið á leit við ráðherrann að hann viki Helga Magnúsi tímabundið úr starfi vegna tjáningar hans og orðfæris í opinberri umræðu.

Taldi ríkissaksóknari háttsemi hans, sem reyndar átti sér stað utan starfs hans, vera ósæmilega, samrýmast ekki starfi hans og að hún hefði varpað rýrð á störf vararíkissaksóknara.

Þarf að gæta hvað hann segir

„Ég tel þessi ummæli hans ekki vera svo alvarlegs eðlis að bregðast eigi við með svo afgerandi hætti eins og ríkissaksóknari leggur til.

Það verður einnig að horfa til þess umhverfis og aðstæðna sem Helgi Magnús var í þegar hann lét ummælin falla,“ segir Jón og vísar þar til þess að vararíkissaksóknari og fjölskylda hans hafi um þriggja ára skeið setið undir morðhótunum frá dæmdum glæpamanni, Mohammed Kourani, sem nýverið var dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir margvísleg lögbrot.

„Auðvitað verða menn í þeirri stöðu sem Helgi Magnús gegnir að gæta að því hvað þeir segja og þá fyrst og fremst með hæfisreglur í huga, þ.e. að þeir geri sig ekki vanhæfa í ákveðnum málum.

En það er hins vegar dómstóla að ákveða hvort menn séu vanhæfir í málum sem þeir rannsaka, saksækja eða dæma í, séu brigður bornar á hæfi viðkomandi,“ segir Jón.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is