Þjóðverjar gerðu sér lítið fyrir og unnu frekar óvæntan en mjög öruggan sigur á Frökkum í körfuknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í París í kvöld, 85:71.
Þjóðverjar gerðu sér lítið fyrir og unnu frekar óvæntan en mjög öruggan sigur á Frökkum í körfuknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í París í kvöld, 85:71.
Þjóðverjar gerðu sér lítið fyrir og unnu frekar óvæntan en mjög öruggan sigur á Frökkum í körfuknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í París í kvöld, 85:71.
Þar með unnu Þjóðverjar B-riðilinn með fullu húsi, sex stigum. Frakkar, sem einnig voru komnir áfram fyrir leikinn, fengu 4 stig, Brasilíumenn tvö og Japanar ekkert.
Sigurinn var enn öruggari en lokatölurnar bera með sér því 69:46, Þjóðverjum í hag, þegar fjórði leikhluti hófst.
Dennis Schröder og Franz Wagner voru allt í öllu hjá Þjóðverjum og skoruðu nálægt tveimur þriðju hlutum stiganna, eða 26 hvor.
Victor Wembanyama skoraði 14 stig og tók 12 fráköst fyrir Frakka.
Riðlakeppninni lýkur á morgun þegar lokaumferð C-riðilsins er spiluð en þar fara Bandaríkin áfram og annaðhvort Serbía eða Suður-Súdan, eða jafnvel bæði.
Þýskaland, Frakkland og Brasilía fara öll áfram úr B-riðlinum og þá eru Kanada og Ástralía komin áfram úr A-riðli en Grikkir þurfa að bíða og sjá hvort það verði þeir eða þriðja lið C-riðils sem hreppir síðasta sætið í átta liða úrslitunum.