Gengið hefur vel að koma fólki til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð frá Landeyjahöfn, að sögn Önnu Aðalheiðar Arnardóttur, rekstrarstjóra Landeyjahafnar.
Gengið hefur vel að koma fólki til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð frá Landeyjahöfn, að sögn Önnu Aðalheiðar Arnardóttur, rekstrarstjóra Landeyjahafnar.
Gengið hefur vel að koma fólki til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð frá Landeyjahöfn, að sögn Önnu Aðalheiðar Arnardóttur, rekstrarstjóra Landeyjahafnar.
Blaðamenn mbl.is ræddu við Önnu í gær og þá höfðu Þjóðhátíðargestir hagað sér vel.
Hún segir svipað marga nýta sér Herjólf og síðustu ár.
Eru margir búnir að missa af Herjólfi?
„Nei, það er bara svona einn og einn, eins og gengur,“ segir Anna og bætir við að uppselt hafi verið á fimmtudag og í gær í ferjuna.
Hvað eruð þið með marga á vakt yfir helgina?
„Það eru fimm til sjö starfsmenn á vakt yfir helgina, þetta er bara vertíð,“ segir hún að lokum.