Innipúkanum þjófstartað í gær

Verslunarmannahelgin | 3. ágúst 2024

Innipúkanum þjófstartað í gær

„Við hefðum ekki getað beðið um betra upphafskvöld,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, skipuleggjandi Innipúkans, um hátíðarhöldin hingað til.

Innipúkanum þjófstartað í gær

Verslunarmannahelgin | 3. ágúst 2024

Margt var um manninn á fyrsta kvöldi Innipúkans.
Margt var um manninn á fyrsta kvöldi Innipúkans. Ljósmynd/Aðsend

„Við hefðum ekki getað beðið um betra upphafskvöld,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, skipuleggjandi Innipúkans, um hátíðarhöldin hingað til.

„Við hefðum ekki getað beðið um betra upphafskvöld,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, skipuleggjandi Innipúkans, um hátíðarhöldin hingað til.

Steinþór er upptekinn með viðskipti á fatamarkaði Innipúkans þegar blaðamaður mbl.is nær tali af honum en hann gefur sér tíma til að segja frá vel lukkaðri hátíð. Nefnir hann að selst hafi upp á hátíðarhöld gærkvöldsins og að skipuleggjendur Innipúkans séu einstaklega sáttir með hvernig hátíðin fer af stað.

Tónleikar Innipúkans eru bæði í Gamla bíói og á Röntgen.
Tónleikar Innipúkans eru bæði í Gamla bíói og á Röntgen. Ljósmynd/Aðsend

Segir aðalkvöldið á sunnudeginum

Spurður hvernig stemningin sé fyrir tónleikunum nú í kvöld og annað kvöld svarar Steinþór: „Við getum kallað þetta þjófstart í gær, upphitun í kvöld og svo er aðalkvöldið á morgun.“

Steinþór lýsir því að um þessar mundir sé Ingólfsstræti fyrir framan Gamla bíó troðfullt af fólki vegna fatamarkaðs Innipúkans. Nefnir hann að götunni sé alltaf lokað fyrir utan samkomuhúsið í kjölfar hátíðarinnar og stemningin sé einstaklega góð.

Á Ingólfsstræti fá gestir Innpúkans tækifæri til að njóta smá …
Á Ingólfsstræti fá gestir Innpúkans tækifæri til að njóta smá útiveru. Ljósmynd/Aðsend

Innipúkar vilji líka njóta sólarinnar

„Þó við séum innipúkar þá viljum við samt geta verið aðeins úti og notið sólarinnar,“ segir hann og bætir við að á mörkuðum Innipúkans sé alltaf markmiðið að mynda góða stemningu.

Tekur hann fram að Innipúkinn standi ekki bara fyrir fatamarkaði, heldur líka myndlistarmarkaði, sem einnig verður haldinn utandyra á morgun.

mbl.is