Pústrar og ólæti í Eyjum

Þjóðhátíð | 3. ágúst 2024

Pústrar og ólæti í Eyjum

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir ekkert stórvægilegt hafa komið á borð lögreglu í nótt. Eitthvað var þó um ólæti og slagsmál og reiknar hann með að fimm manns hafi verið færðir í fangaklefa í heild.

Pústrar og ólæti í Eyjum

Þjóðhátíð | 3. ágúst 2024

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir engin stórvægileg mál hafa komið á …
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir engin stórvægileg mál hafa komið á borð lögreglunnar í nótt. Ljósmynd/Óskar Pétur

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir ekkert stórvægilegt hafa komið á borð lögreglu í nótt. Eitthvað var þó um ólæti og slagsmál og reiknar hann með að fimm manns hafi verið færðir í fangaklefa í heild.

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir ekkert stórvægilegt hafa komið á borð lögreglu í nótt. Eitthvað var þó um ólæti og slagsmál og reiknar hann með að fimm manns hafi verið færðir í fangaklefa í heild.

Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri upplýsir í samtali við mbl.is að nóttin hafi gengið ágætlega í Eyjum. 

Segir hann að eitthvað hafi verið um pústra, ólæti og ölvun og að í morgun hafi þrír einstaklingar setið í fangaklefa.

Nefnir hann þá að 2-3 líkamsárásir hafi átt sér stað í nótt og var einn einstaklingur í klefa vegna einnar þeirra. Í heild reiknar hann með að fimm manns hafi verið teknir af lögreglu undanfarin sólahring og færðir í fangaklefa.

Tekur lögreglustjórinn þá fram að fá fíkniefnamál hafi komið upp.

Viðbúnaður við hvassviðri í gangi

Um veðrið á eyjunni segir Karl Gauti að sól sé á lofti en hvasst og búist sé við því að það hvessi með deginum.

Segir hann að mikill viðbúnaður hafi verið vegna hvassviðrisins.

„Við fengum tilkynningu um að það væri búist við hvassviðri í dag og menn voru í gær að festa tjöld betur en venjulega,“ segir lögreglustjórinn og bætir við: 

„Þannig við erum svona að vona að við sleppum í dag við meiriháttar tjón á tjöldum.“

mbl.is