Sagt er að Karl Bretakonungur sé hættur að svara öllum símtölum sonar síns, Harry prins. Þetta segja heimildarmenn tímaritsins People.
Sagt er að Karl Bretakonungur sé hættur að svara öllum símtölum sonar síns, Harry prins. Þetta segja heimildarmenn tímaritsins People.
Sagt er að Karl Bretakonungur sé hættur að svara öllum símtölum sonar síns, Harry prins. Þetta segja heimildarmenn tímaritsins People.
Harry sé umhugað um að fá fréttir af heilsu föður síns en símtölum hans sé aldrei svarað.
Karl tilkynnti að hann hefði greinst með krabbamein í febrúar á þessu ári og Harry flýtti sér til hans. Eftir þá heimsókn hafa samskipti þeirra feðga þó versnað til mikilla muna.
Harry hefur þrýst á Karl til þess að tryggja öryggi hans og fjölskyldu sinnar meðan þau dvelja í Bretlandi en án árangurs.
Harry er mjög umhugað af öryggi Meghan og barna sinna og ekki af ástæðulausu en árið 2022 sagði Neil Basu, meðlimur hryðjuverkadeildar bresku lögreglunnar, að Meghan hafi borist raunverulegar hótanir á meðan hún bjó þar.
Harry prins taldi því að hann ætti ekki annarra kosta völ en að flytja frá Bretlandi af öryggisástæðum. Þegar hjónin sögðu sig frá konunglegum skyldustörfum þá misstu þau um leið rétt sinn á formlegri lögregluvernd.
Síðan þá hefur Harry Prins staðið í ströngu við að fá þessari ákvörðun breytt en án árangurs. Hann telur að eina manneskjan sem hefur raunveruleg völd til að tryggja öryggi fjölskyldunnar sé Karl konungur.