Allt verði gert til að ná fram réttlæti

Allt verði gert til að ná fram réttlæti

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist handviss um að óeirðarseggirnir sem taka nú þátt í ofbeldisfullum óeirðum víða um landið muni sjá eftir því.

Allt verði gert til að ná fram réttlæti

Stunguárás í Southport á Englandi | 4. ágúst 2024

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands.
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist handviss um að óeirðarseggirnir sem taka nú þátt í ofbeldisfullum óeirðum víða um landið muni sjá eftir því.

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist handviss um að óeirðarseggirnir sem taka nú þátt í ofbeldisfullum óeirðum víða um landið muni sjá eftir því.

„Við munum gera allt sem við getum til að ná fram réttlæti gagnvart þessum þrjótum,“ sagði forsætisráðherrann í dag er hann ávarpaði þjóð sína.

Greint hefur verið frá því að óeirðirnar tengist stunguárás sem átti sér stað í Southport á miðvikudag. Létust þar þrjár stúlkur eftir að 17 ára unglingur stakk þær til bana.

Í kjöl­farið brut­ust út óeirðir víða um Bret­land þar sem þjóðern­is­sinn­ar mót­mæltu inn­flytj­end­um, og þá sér­stak­lega múslim­um.

Eru þetta einar verstu óeirðir sem hafa átt sér stað í Bretlandi í 13 ár.

mbl.is