Belgísk þríþrautarkona veik eftir sund í Signu

Ólympíuleikarnir í París | 4. ágúst 2024

Belgísk þríþrautarkona veik eftir sund í Signu

Belgar hafa dregið þríþrautarlið sitt úr keppni á Ólympíuleikunum í París, eftir að einn liðsmaður kvennaliðsins veiktist, í kjölfar þess að hún synti í ánni Signu.

Belgísk þríþrautarkona veik eftir sund í Signu

Ólympíuleikarnir í París | 4. ágúst 2024

Claire Michel, íþróttarkonan belgíska.
Claire Michel, íþróttarkonan belgíska. AFP

Belgar hafa dregið þríþrautarlið sitt úr keppni á Ólympíuleikunum í París, eftir að einn liðsmaður kvennaliðsins veiktist, í kjölfar þess að hún synti í ánni Signu.

Belgar hafa dregið þríþrautarlið sitt úr keppni á Ólympíuleikunum í París, eftir að einn liðsmaður kvennaliðsins veiktist, í kjölfar þess að hún synti í ánni Signu.

De Standaard, eitt stærsta dagblað Belgíu, greindi fyrst frá því að hin 35 ára gamla Claire Michel hefði smitast af E-coli en aðrir fréttamiðlar, t.d. breska ríkisútvarpið, hafa ekki getað sannreynt fullyrðingar dagblaðsins.   

Belgíska Ólympíunefndin hefur ekki gefið upp hvaða veikindum Michel þjáist af, en sagði í fréttatilkynningu að ákvörðun hefði verið tekin „í samráði við íþróttamenn og annað fylgdarlið.“

Ólympíunefndin bætti einnig við að það vonist til þess að að lærdómur verði dreginn af þessu fyrir komandi þríþrautarkeppnir.

Slæm vatnsgæði í ánni Signu hafa verið skipuleggjendum Ólympíuleikanna mikill höfuðverkur, en þeir hafa neyðst til þess að aflýsa æfingum í ánni og frestuðu einnig þríþrautarkeppni karla um einn sólarhring eftir að áin reyndist vera of skítug fyrir íþróttamenn í kjölfar mikilla rigninga í síðustu viku.

mbl.is