Dagur úr leik eftir grátlegt tap

Ólympíuleikarnir í París | 4. ágúst 2024

Dagur úr leik eftir grátlegt tap

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu í handbolta eru úr leik á Ólympíuleikunum í París eftir afar svekkjandi tap gegn Spáni, 32.31, í lokaleik riðlakeppninnar í kvöld.

Dagur úr leik eftir grátlegt tap

Ólympíuleikarnir í París | 4. ágúst 2024

Dagur Sigurðsson og Króatía eru úr leik.
Dagur Sigurðsson og Króatía eru úr leik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu í handbolta eru úr leik á Ólympíuleikunum í París eftir afar svekkjandi tap gegn Spáni, 32.31, í lokaleik riðlakeppninnar í kvöld.

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu í handbolta eru úr leik á Ólympíuleikunum í París eftir afar svekkjandi tap gegn Spáni, 32.31, í lokaleik riðlakeppninnar í kvöld.

Aleix Gómez skoraði sigurmark Spánverja þegar fjórar sekúndur voru eftir. Úrslitin þýða að Króatía endar í fimmta sæti A-riðils með fjögur stig, tveimur stigum á eftir Slóveníu, Spáni og Svíþjóð og fjórum á eftir Þýskalandi sem vann riðilinn.

Javier Moreno skoraði sex mörk fyrir Spánverja í kvöld. Luka Klarica gerði sjö fyrir Króatíu.

mbl.is