Djúp lægð á leiðinni

Verslunarmannahelgin | 4. ágúst 2024

Djúp lægð á leiðinni

„Lægð gærdagsins er á hreyfingu suðvestur og fjarlægist því óðum og grynnist, en önnur djúp lægð er þó á leiðinni, sem valda mun leiðindaveðri á öllu landinu.“

Djúp lægð á leiðinni

Verslunarmannahelgin | 4. ágúst 2024

„Mikilvægt er fyrir ferðamenn og útivistarfólk að fylgjast vel með …
„Mikilvægt er fyrir ferðamenn og útivistarfólk að fylgjast vel með veðurspám og -viðvörunum og haga ferðaáætlunum eftir því.“ mbl.is/Eyþór

„Lægð gærdagsins er á hreyfingu suðvestur og fjarlægist því óðum og grynnist, en önnur djúp lægð er þó á leiðinni, sem valda mun leiðindaveðri á öllu landinu.“

„Lægð gærdagsins er á hreyfingu suðvestur og fjarlægist því óðum og grynnist, en önnur djúp lægð er þó á leiðinni, sem valda mun leiðindaveðri á öllu landinu.“

Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands og fer því að hvessa seinnipartinn með austan og norðaustan hvassviðri eða stormi, einkum með suðausturströndinni.

Talsverð eða mikil rigning fylgir lægðinni á Suðausturlandi, Austfjörðum og Ströndum og má búast við miklu vatnsveðri með kvöldinu, í nótt og mestallan mánudag.

Lægðin fer loks að grynnast, en lægir þá sunnan- og austanlands eftir hádegi á morgun, en að sama skapi gengur í norðaustan hvassviðri norðvestantil, sem getur reynst varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

„Mikilvægt er fyrir ferðamenn og útivistarfólk að fylgjast vel með veðurspám og -viðvörunum og haga ferðaáætlunum eftir því.“

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is