Heyrðu í almannavörnum sjö tímum fyrir hlaup

Katla | 4. ágúst 2024

Heyrðu í almannavörnum sjö tímum fyrir hlaup

Í aðdraganda jökulhlaupsins í Skálm fyrir viku vakti Veðurstofa Íslands ekki sérstaka athygli almennings á því að órói væri að mælast undir Mýrdalsjökli. Fyrsta símtal Veðurstofunnar til almannavarna var um sjö klukkutímum fyrir hlaup.

Heyrðu í almannavörnum sjö tímum fyrir hlaup

Katla | 4. ágúst 2024

Flóðið náði fljótt að Þjóðveginum en nánast enginn fyrirvari var …
Flóðið náði fljótt að Þjóðveginum en nánast enginn fyrirvari var fyrir almenning. Ljósmynd/Sveinbjörn Darri Matthíasson

Í aðdraganda jökulhlaupsins í Skálm fyrir viku vakti Veðurstofa Íslands ekki sérstaka athygli almennings á því að órói væri að mælast undir Mýrdalsjökli. Fyrsta símtal Veðurstofunnar til almannavarna var um sjö klukkutímum fyrir hlaup.

Í aðdraganda jökulhlaupsins í Skálm fyrir viku vakti Veðurstofa Íslands ekki sérstaka athygli almennings á því að órói væri að mælast undir Mýrdalsjökli. Fyrsta símtal Veðurstofunnar til almannavarna var um sjö klukkutímum fyrir hlaup.

Matthew James Roberts, framkvæmdastjóri þjónustu- og rannsóknarsviðs Veðurstofunnar, segir í samtali við mbl.is að Veðurstofan hafi fyrst heyrt í almannavörnum klukkan 6.20 um morguninn vegna aukinnar rafleiðni í Skálm.

Þá var aukinn órói farinn að mælast undir jöklinum um klukkan 11. Hlaupið hófst klukkan 13.20 og var komið að Þjóðvegi 1 á milli klukkan 14-15.

mbl.is greindi fyrstur allra fjölmiðla frá atburðinum klukkan 13.35, eftir að hafa heyrt í Veðurstofunni að fyrra bragði. 

Heyrðu þrisvar sinnum í almannavörnum fyrir hlaup

Alls heyrði Veðurstofan í bakvakt almannavarna þrisvar sinnum fyrir jökulhlaupið. Um morguninn birtist tilkynning á vef Veðurstofunnar þess efnis að rafleiðni hefði mælst í ám umhverfis Mýrdalsjökul.

Í útvarpsfréttum RÚV klukkan 12.20 var varað við mögulegu yfirvofandi hlaupi, en Veðurstofan taldi að um árvissan atburð væri að ræða.

„Við tókum þessu sem jarðhitasuð, sem gerist mjög oft í lok hlaupa. Tek sem dæmi Skaftárhlaup, eftir svona sigketill – þegar þeir tæmast – það kemur oft svona jarðhitasuð út af þrýstingslækkun,“ segir Matthew.

Matthew James Roberts, framkvæmdastjóri þjónustu- og rannsóknarsviðs Veðurstofunnar.
Matthew James Roberts, framkvæmdastjóri þjónustu- og rannsóknarsviðs Veðurstofunnar. Ljósmynd/Aðsend

Margt sem við þurfum að læra frá þessu“

Var ekki neinn tímapunktur hjá Veðurstofunni þar sem þið vissuð að það væri mögulega að koma hlaup og þið gætuð látið almenning vita?

„Það var að minnsta kosti símtal aftur með almannavörnum og tilkynning sem fór út í gegnum útvarpið um hádegi. Það var lækkun í vatnshæð, lækkun í rafleiðni og þetta var enn þá óvíst. Er þetta atburður sem er að þróast í áttina að því að verða hættulegt eða ekki?

Svo allt í einu kemur þessi snaraukning í rafleiðni, óróa og vatnshæð og þetta breytist allt á innan við klukkustund. Það er margt sem við þurfum að læra frá þessu. Fyrst og fremst þurfum við að greina okkar gögn betur í rauntíma,“ segir hann.

Hér má sjá kort af útbreiðslu jökulhlaupsins í Skálm.
Hér má sjá kort af útbreiðslu jökulhlaupsins í Skálm. Tölvuteiknuð mynd/Veðurstofa Íslands

Veðurstofan er nú að rýna í þær mælingar og gögn sem söfnuðust til að fá skýra mynd af aðdraganda atburðarins í Skálm.

Matthew segir að upplýsingagjöf til viðbragðsaðila og almennings í aðdraganda hlaupsins verði rýnd og þá verði skoðað hvaða gögn voru höfð til hliðsjónar við þá upplýsingagjöf.

Fólk fundið fyrir brennisteinslykt

Þið heyrðuð í almannavörnum klukkan 6.20. Vissu þið þá að það væri að koma jökulhlaup?

„Þetta er svolítið flókið mál vegna þess að það var hlaup í gangi til að byrja með. Í síðustu viku voru mjög skýr merki um vatnshæðaraukningu og rafleiðniaukningu í Skálm. En þetta var svona minniháttar breyting þess vegna vorum við að túlka þetta sem hefðbundið sumarhlaup frá Mýrdalsjökli,“ segir Matthew.

Á sumrin eru lítil jökulhlaup ekki óalgeng og segir hann að upphaf þessa flóðs hafi svipað mjög til venjulegra sumarflóða.

„Síðustu vikuna var þessi stighækkandi aukning í rafleiðni og vatnshæð en samt var þetta ekki hættulegt. Það var nánast engin sjáanleg breyting. Við vorum búin að fá nokkrar tilkynningar frá fólki um brennisteinslykt. Þetta var svona staðfesting á því að jú, það er einhver vatnsauki í gangi, frá líklega þessum tveimur kötlum á Mýrdalsjökli,“ segir hann.

Vegaskemmdir vegna hlaupsins.
Vegaskemmdir vegna hlaupsins. mbl.is/Hákon

Um 90 mínútna glugga að ræða

Spurður hvort að Veðurstofan hafi vitað á einhverjum tímapunkti að stórt jökulhlaup væri að hefjast sem myndi ná yfir Þjóðveginn segir hann að á milli klukkan 12.30 - 14.00 hafi það verið ljóst.

„Svona eftir á ef ég horfi til baka núna – við erum að gera það núna, þessa innanhússrýni sem er í gangi – það var þessi gluggi sem var 90 mínútur. Þetta hefði jú pottþétt gefið fólki meira tækifæri til að breyta ferðaáætlun, snúa við, fyrir Vegagerðina til að loka vegunum og svo framvegis. Því miður út af því það vantar fleiri mælitæki nálægt jökulstöðunum. Þetta er í alvöru svona svartur svanur–dæmi. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1955 að það komi stórt flóð í Skálm,“ segir Matthew.

Ljóst að bæta þarf mælingar

Hann segir að hlaupið í Skálm hafi komið verulega á óvart og segir ljóst að það þurfi að bæta mælingar til að tryggja meiri fyrirvara í framtíðinni.

Nefnir hann að bæta þurfi við vatnshæðarmæli og rafleiðnimæli ásamt vefmyndavél í Skálm, ofar í farveginum við jökulsporðinn, líkt og Veðurstofan er með í Múlakvísl.

„Ég vill tryggja öryggi fyrir landsmenn og við gætum staðið miklu betur. Þetta er vinna sem er í gangi núna,“ segir hann og bætir við að haldnir verði íbúafundir á svæðinu til að upplýsa fólk nánar um það sem gerðist síðastliðinn laugardag.

Samskiptum ábótavant

Ferðaþjónar á Suðurlandi gagnrýndu samskiptaleysi Veðurstofunnar og almannavarna í hlaupinu síðasta sunnudag og þá sagði björgunarsveitarmaður að margir ferðamenn vissu ekki af vegalokunum.

Stofnunin varaði til að mynda ein­ung­is við auk­inni snjóflóðahættu ásam­fé­lags­miðlin­um Face­book, kvöldið áður en þrjú snjóflóð féllu í og við byggð í Nes­kaupstað að morgni 27. mars.

Sök­um hinn­ar lítt áber­andi til­kynn­ing­ar var ekk­ert fjallað um hætt­una á fréttamiðlum lands­ins og gengu íbú­ar því granda­laus­ir til náða að kvöldi sunnu­dags­ins 26. mars.

mbl.is