Sannfærandi Svíar í átta liða úrslit

Ólympíuleikarnir í París | 4. ágúst 2024

Sannfærandi Svíar í átta liða úrslit

Svíþjóð vann öruggan sigur á Japan, 40:27, í handbolta í karlaflokki á Ólympíuleikunum í París í dag. Með sigrinum tryggði Svíþjóð sér sæti í átta liða úrslitunum.

Sannfærandi Svíar í átta liða úrslit

Ólympíuleikarnir í París | 4. ágúst 2024

Sebastian Karlsson sækir að japanska markinu.
Sebastian Karlsson sækir að japanska markinu. AFP/Aris Messins

Svíþjóð vann öruggan sigur á Japan, 40:27, í handbolta í karlaflokki á Ólympíuleikunum í París í dag. Með sigrinum tryggði Svíþjóð sér sæti í átta liða úrslitunum.

Svíþjóð vann öruggan sigur á Japan, 40:27, í handbolta í karlaflokki á Ólympíuleikunum í París í dag. Með sigrinum tryggði Svíþjóð sér sæti í átta liða úrslitunum.

Svíar voru með völdin allan tímann og var staðan í hálfleik 16:9. Sænska liðið hélt svo áfram að bæta í forskotið í seinni hálfleik.

Sebastian Karlsson var markahæstur í sænska liðinu með sex mörk. Jim Gottfridsson gerði fimm. Naoki Sugioka skoraði níu fyrir Japan, sem er úr leik.

Egyptar, sem höfðu þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum, unnu Argentínu, 34:27. Ali Zein og Seif Elderaa skoruðu sex mörk hvor fyrir Egyptaland. Federico Pizzaro skoraði sex fyrir Argentínu, sem er úr leik.

mbl.is