Snæfríður: Fékk mikla gæsahúð

Ólympíuleikarnir í París | 4. ágúst 2024

Snæfríður: Fékk mikla gæsahúð

Snæfríður Sól Jórunnardóttir naut þess að taka þátt í sínum öðrum Ólympíuleikum en hún náði fínum árangri á leikunum í París og bætti sig í bæði 100 og 200 metra skriðsundi frá leikunum í Tókýó fyrir þremur árum.

Snæfríður: Fékk mikla gæsahúð

Ólympíuleikarnir í París | 4. ágúst 2024

Snæfríður Sól Jórunnardóttir við Ólympíuþorpið í París.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir við Ólympíuþorpið í París. mbl.is/Kristinn Magnússon

Snæfríður Sól Jórunnardóttir naut þess að taka þátt í sínum öðrum Ólympíuleikum en hún náði fínum árangri á leikunum í París og bætti sig í bæði 100 og 200 metra skriðsundi frá leikunum í Tókýó fyrir þremur árum.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir naut þess að taka þátt í sínum öðrum Ólympíuleikum en hún náði fínum árangri á leikunum í París og bætti sig í bæði 100 og 200 metra skriðsundi frá leikunum í Tókýó fyrir þremur árum.

Hún náði að njóta þess meira að synda í ár, enda aðstæður í París magnaðar og stemningin í höllinni engu lík.

„Mér fannst gaman að ég var ekki bara stressuð og hrædd heldur líka spennt. Þetta var gaman og ég fékk mikla gæsahúð en ég náði líka að njóta þess að upplifa þetta.

Það var gott að mikla þetta ekki of mikið fyrir mér. Svo horfði ég upp, sá fjölskyldu og vini og hugsaði hvað það væri gaman að vera hérna,“ sagði Snæfríður við mbl.is.

mbl.is