Verstu óeirðir í 13 ár

Verstu óeirðir í 13 ár

Bresk yfirvöld glíma nú við verstu óeirðir sem brotist hafa út þar í landi í 13 ár. Óeirðirnar tengjast upplýsingaóreiðu er verðar stunguárás í Southport á miðvikudag.

Verstu óeirðir í 13 ár

Stunguárás í Southport á Englandi | 4. ágúst 2024

Bresk yfirvöld glíma nú við verstu óeirðir sem brotist hafa út þar í landi í 13 ár. Óeirðirnar tengjast upplýsingaóreiðu er verðar stunguárás í Southport á miðvikudag.

Bresk yfirvöld glíma nú við verstu óeirðir sem brotist hafa út þar í landi í 13 ár. Óeirðirnar tengjast upplýsingaóreiðu er verðar stunguárás í Southport á miðvikudag.

Þrjár telpur létust er 17 ára drengur stakk þær til bana í dansstúdíó.

Í kjölfarið brutust út óeirðir víða um Bretland þar sem þjóðernissinnar mótmæltu innflytjendum, og þá sérstaklega múslimum. 

Um 90 manns voru handteknir í gær, meðal annars í Liverpool, Manchester, Bristol og Belfast. 

Mótmælendur hafa kastað múrsteinum, flöskum og blysum að lögreglu, auk þess að kveikja í verslunum. 

Verri óeirðir hafa ekki sést í Bretlandi síðan árið 2011 eftir að lögreglan drap hörundsdökkan mann í Lundúnum. 

Ríkisstjórnin greindi frá því að lögreglan hefði „öll þau úrræði sem hún þyrfti á að halda“ til þess að takast á við óeirðirnar. 

Árásarmaðurinn er fæddur og uppalinn í Cardiff í Wales, sonur innflytjenda frá Rwanda. 

mbl.is