„Að búa í stórborg eins og Lundúnum veitir mér mikinn innblástur“

Fatastíllinn | 5. ágúst 2024

„Að búa í stórborg eins og Lundúnum veitir mér mikinn innblástur“

Matthea Lára Pedersen er 24 ára dansari, pílateskennari og tískuunnandi og er búsett í Lundúnum. Matthea hefur verið búsett erlendis síðastliðin átta ár og ferðast vítt og breitt um heiminn, en hún hefur sótt tískuinnblástur frá mismunandi löndum sem hefur haft mikil áhrif og mótað fatstíl hennar. 

„Að búa í stórborg eins og Lundúnum veitir mér mikinn innblástur“

Fatastíllinn | 5. ágúst 2024

Matthea Lára Pedersen hefur haft áhuga á tísku frá unga …
Matthea Lára Pedersen hefur haft áhuga á tísku frá unga aldri. Samsett mynd

Matthea Lára Pedersen er 24 ára dansari, pílateskennari og tískuunnandi og er búsett í Lundúnum. Matthea hefur verið búsett erlendis síðastliðin átta ár og ferðast vítt og breitt um heiminn, en hún hefur sótt tískuinnblástur frá mismunandi löndum sem hefur haft mikil áhrif og mótað fatstíl hennar. 

Matthea Lára Pedersen er 24 ára dansari, pílateskennari og tískuunnandi og er búsett í Lundúnum. Matthea hefur verið búsett erlendis síðastliðin átta ár og ferðast vítt og breitt um heiminn, en hún hefur sótt tískuinnblástur frá mismunandi löndum sem hefur haft mikil áhrif og mótað fatstíl hennar. 

Matthea flutti til Svíþjóðar þegar hún var 16 ára gömul þar sem foreldrar hennar fengu vinnu í Gautaborg. Ári síðar komst hún inn í Konunglega ballettskólann í Stokkhólmi og flutti þá á heimavist. Árið 2020 útskrifaðist hún af nútímadansbraut í skólanum og varði lokaárinu í starfsnámi hjá dansflokknum MiR Dance Company í Þýskalandi.

Síðastliðin átta ár hefur Matthea elt drauma sína og tækifæri í dansinum og upplifað ólíka menningarheima. Auk þess að hafa búið í Svíþjóð og Þýskalandi hefur hún einnig verið búsett í Noregi, Hollandi og Bretlandi þar sem hún hefur bæði starfað sem sjálfstætt starfandi dansari og í dansflokkum. 

Matthea Lára nýtur sín í björtum litum.
Matthea Lára nýtur sín í björtum litum. Ljósmynd/Aðsend

„Um þessar mundir er ég að vinna fyrir Hofesh Shechter, einn virtasta danshöfund í heiminum í dag, og hefur því einn af draumum mínum ræst. Þó svo að dansflokkurinn sé staðsettur í Lundúnum erum við með yfir 70 sýningar í yfir 40 leikhúsum um alla Evrópu, meðal annars í Barcelona, París, Rotterdam, Árósum og Manchester þannig ég er ennþá mikið að ferðast,“ segir Matthea. 

Matthea hefur leikið í þremur bíómyndum og í janúar útskrifaðist hún sem pílateskennari, en hún segir áhugasvið sitt liggja víða, þar á meðal í tísku, og bætir við að enn sé margt sem hana langi að gera og læra.

Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku?

„Já! Tíska hefur alltaf haft mikil áhrif á mig. Ég man eftir því þegar ég var lítil að ég vildi alltaf klæðast aðeins öðruvísi fötum og hrósin sem ég fékk fyrir stílinn minn skipti mig miklu máli. Mér fannst flíkur alltaf eiga sér stað og stund og er enn þann dag í dag með sérstök dress fyrir afmæli, jól og tilefni sem ég byrja stundum að pæla í mánuði fyrir.

Það er bara eitthvað svo skemmtilegt við þetta tjáningar- og listform sem tíska er og mér finnst maður stundum fá innsýn inn í persónuleika og líðan fólks eftir því hvernig það klæðir sig.“

Matthea Lára elskar fallegar flíkur.
Matthea Lára elskar fallegar flíkur. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Ú, það er svolítið erfitt að segja sjálf frá því. Ég held hann geti verið svolítið mismunandi en ég er mikið fyrir kontrast og klæði mig eftir því hvernig mér líður og hvaða skapi ég er í.

Það sem ég meina með kontrast er að mér finnst gaman að blanda saman til dæmis notuðum vörum af nytjamörkuðum við lúxusvörur, til dæmis cargo-buxur við hæla eða stígvél, eða ef þú ert í sexí dressi að krulla kannski hárið í stað þess að vera með sleiktan snúð eða hárið sleikt aftur.“

Matthea Lára Pedersen hefur alla tíð haft mikinn áhuga á …
Matthea Lára Pedersen hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tísku. Ljósmynd/Aðsend

Einn daginn get ég verið rosa elegant og „chic“ og þann næsta kúl og þægileg. Mér finnst samt alltaf skemmtilegra að vera „overdressed“ en „underdressed“ og segi oft að það sé ekkert sem heitir „overdressed“ vegna þess að þú setur þína eigin „standarda“.

Um þessar mundir er ég mikið fyrir allt sem er gegnsætt, flotta „statement“-liti og samsett dress.“

Hún er ófeimin við að prófa sig áfram.
Hún er ófeimin við að prófa sig áfram. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?

„Vegna vinnu minnar sem dansari klæðist ég því miður voða mikið æfingafötum en ég passa mig alltaf að klæðast einhverju öðru á leiðinni til og frá vinnu. Þá er ég mikið að vinna með flotta jakka og skó sem gera dressið betra! Síðan nýti ég frídagana í að dressa mig upp og vera í einhverju sem mér finnst valdefla mig.“

Silfur er alltaf í tísku.
Silfur er alltaf í tísku. Ljósmynd/Aðsend

En þegar þú ferð eitthvað fínt?

„Ég elska flotta kjóla, dragtir, samsett dress og hæla eða stígvél. Það er líka oft sem ég hef „thriftað“ eitthvað, lagað það aðeins til og breytt, en það getur verið mjög gefandi. Þá er ég kannski með einhverja hugmynd um hvernig ég vil að flíkin líti út og eftir breytinguna verður hún þar af leiðandi mikið áhugaverðari og einstakari. Síðan elska ég glæru skóna mína úr Zöru, þeir passa við allt og gera dressið alltaf meira „classy“.“

Skemmtilegt mynstur getur gert góðan dag enn betri.
Skemmtilegt mynstur getur gert góðan dag enn betri. Ljósmynd/Aðsend

Fyrir hverju fellur þú oftast?

„Ég algjörlega elska jakka og skó, á rosalega mikið af þeim og nota jakka á hverjum einasta degi. Núna er ég samt með mikið töskuæði og margar á óskalistanum. Held ég myndi segja að skór, töskur og jakkar séu veikleiki hjá mér.“

Glæru skórnir passa við allt.
Glæru skórnir passa við allt. Ljósmynd/Aðsend

Bestu fatakaupin?

„Líklega blái kjóllinn sem ég „thriftaði“ í Köln og var afmæliskjóllinn minn þegar ég varð 22 ára eða Ganni-útskriftarkjóllinn minn sem ég klæddist í útskriftinni úr Konunglega ballettskólanum, held að hann hafi verið fyrsta Ganni-flíkin mín og mér finnst hann mjög sætur!“

Verstu fatakaupin?

„Ég á mjög erfitt með að segja það því mér finnst líka bara gaman og fyndið að mér hafi liðið einhvern veginn, fundist eitthvað flott og klætt mig öðruvísi. Ég er líka dugleg að selja það sem ég nota ekki lengur þannig að þá fær maður minni móral. En ætli það sé ekki eitthvað sem var í tísku sem ég tengdi minna við og keypti meira út af „hæpinu“ heldur en að það hafi hentað eða passað mér. Man til dæmis eftir neonlituðum bol sem ég keypti sem er alveg hræðilegur og hef ekki getað selt síðan.“

Áttu þér uppáhalsskó og -fylgihlut?

„Uppáhaldsskórnir mínir eru held ég Miista-skórnir mínir sem ég keypti í Barcelona. Mér finnst eiginlega allir skórnir í Miista „to die for“ og valdi mér rosa sæta í skemmtilegum litum.

Eins og ég hef áður nefnt þá er ég töskusjúk og elska nýju Louis Vuitton-töskuna mína Speedy 30 og glæru töskuna mína sem ég fann í Mango og er oft stoppuð og spurð hvar ég hafi keypt hana.“

„Síðan eru auðvitað hlutir sem hafa tilfinningalegt gildi efst á listanum og þar eru skartgripir sem ég fékk frá ömmu minni og mömmu og síðan eitthvað sem kærasti minn hefur gefið mér. Vegna þess að við búum öll í mismunandi löndum þá gefur það mér alltaf smá styrk að vera með eitthvað sem þau gáfu mér og líður þá eins og þau séu með mér.“

Matthea Lára er algjör jakkatýpa.
Matthea Lára er algjör jakkatýpa. Ljósmynd/Aðsend

Hvað er efst á óskalistanum þínum um þessar mundir?

„Ég sá afskaplega fallega rauða Louis Vuitton-tösku í Magnolia sem er lúxus „second hand“-búð í Kaupmannahöfn sem ég mæli með að kíkja í. Ég hreinlega get ekki hætt að hugsa um hana en hún verður að bíða betri tíma.

Annars langar mig í skó úr Arket sem eru einmitt gegnsæir, Burgundy buckle-skóna frá Ganni, Lululemon-jakka, litla hvíta fiðrildatösku frá Ganni, sumarkjóla og að „thrifta“ meira fyrir sumarið!“

Á ferðalögum sínum um heiminn hefur Matthea Lára nælt sér …
Á ferðalögum sínum um heiminn hefur Matthea Lára nælt sér í ýmis tískuráð. Ljósmynd/Aðsend

Áttu þér uppáhalsmerki? 

„Ég held mikið upp á Ganni og önnur flott skandinavísk merki eins og Stine Goya, Acne Studios og fleiri. Mér finnst Miista mjög flott fyrir skó og einnig langar mig í skó frá Maison Margiela. Svo fyrir töskur og fínni fatnað eru Chanel, Miu Miu og Prada í uppáhaldi.“

Það er nauðsynlegt að eiga fallega fylgihluti.
Það er nauðsynlegt að eiga fallega fylgihluti. Ljósmynd/Aðsend

Hvar verslar þú oftast?

„Ég verslaði mikið í Zöru og það sem mér finnst eiginlega skemmtilegast við þá búð er hvað hún er mismunandi í ólíkum löndum. Ég er hins vegar meðvituð um og sammála gagnrýnisröddum vegna framleiðsluhátta slíkra verslanakeðja og hef þess vegna í seinni tíð reynt að kaupa meira af notuðum fötum ásamt því að selja og gefa mín föt.“

Flottar flíkur þarf að festa filmu.
Flottar flíkur þarf að festa filmu. Ljósmynd/Aðsend

„Ég er farin að elska „thrifta“ og byrjaði að gera mikið meira af því eftir að ég flutti til Hollands og Lundúna. Síðan skanna ég samt alltaf búðir eins og Ganni og Arket en hugsa mig þá kannski aðeins lengur um ef mig langar í eitthvað. Að lokum finnst mér svo skemmtilegt að finna búðir og hönnuði sem ég þekkti ekki fyrir en eru að gera flotta hluti sem höfða til mín og geta það oft verið bestu kaupin.“

„Síðan nýti ég frídagana í að dressa mig upp og …
„Síðan nýti ég frídagana í að dressa mig upp og vera í einhverju sem mér finnst valdefla mig.“

Hvert sækir þú innblástur þegar þú setur saman dress?

„Ég klæði mig mikið eftir því hvernig mér líður eða langar að líða þann daginn. Að búa í stórborg eins og Lundúnum veitir mér mikinn innblástur þar sem fólk er öðruvísi, með sinn eigin stíl og persónueinkenni í fatavali. Það er svakalega mikið af flottu fólki á götum Lundúna og þó að mörgum finnist lýjandi að vera innan um svona mikið margmenni finnst mér það geta verið svo gefandi vegna þess að þar fæ ég mikinn innblástur.

Í dag eru samfélagsmiðlar líka orðnir svo stórt batterí og ég fæ mikinn innblástur frá fólki þaðan.“

Góð stígvél klikka seint!
Góð stígvél klikka seint! Ljósmynd/Aðsend

„Ég myndi örugglega segja að það sem veitir mér mest innblástur eftir að hafa búið í ólíkum löndum og ferðast mikið er að sjá hvernig tískan er í hverju landi fyrir sig og taka með mér það sem mér þykir flott. Eins og til dæmis naumhyggjuna frá Skandinavíu, boho-stíllinn á Spáni, „second hand“-menninguna í Hollandi og Lundúnum, litagleðina í Belgíu og alls konar fleira sem ég hef tekið til mín og hefur þar af leiðandi haft áhrif á það hvernig ég klæði mig.“

Matthea Lára á gott kjólasafn.
Matthea Lára á gott kjólasafn. Ljósmynd/Aðsend

 Hver finnst þér vera best klæddi einstaklingurinn í heiminum í dag?

„Þessi er svakalega erfið...Ég sæki innblástur frá svo mörgum ólíkum einstaklingum og finnst eiginlega enginn einn geta „súmmerað“ allt það sem mér þykir flott. En ég get samt sagt að ég held mikið upp á áhrifavaldinn Hönnu Schönberg. Mér finnst hún vera mjög elegant, „classy“ og kúl. Hún er einnig með sitt eigið fatamerki, Arakii, sem ég er mjög spennt að fylgjast með. Annars eru til svo margir flott klæddir einstaklingar í heiminum í dag og ég fíla svo margt og marga. Þeir sem standa upp úr eru oftast þeir sem líður best í eigin skinni, eru óhræddir og klæða sig af miklu sjálfstrausti. Ég elska tísku og hlakka til að uppfæra stílinn minn á hverju ári.“

mbl.is