Aðsókn í kökuskreytingakeppni framar vonum

Verslunarmannahelgin | 5. ágúst 2024

Aðsókn í kökuskreytingakeppni framar vonum

Aðsókn í kökuskreytingakeppni unglinga var framar vonum á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi sem fór fram um helgina.

Aðsókn í kökuskreytingakeppni framar vonum

Verslunarmannahelgin | 5. ágúst 2024

Rúmlega 400 keppendur tóku þátt í kökuskreytingakeppni.
Rúmlega 400 keppendur tóku þátt í kökuskreytingakeppni. Ljósmynd/UMFÍ

Aðsókn í kökuskreytingakeppni unglinga var framar vonum á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi sem fór fram um helgina.

Aðsókn í kökuskreytingakeppni unglinga var framar vonum á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi sem fór fram um helgina.

Í tilkynningu segir að rúmlega 400 keppendur hafi tekið þátt bæði í einstaklings- og liðakeppni og varð að skipta keppninni upp í nokkra aldursflokka. 

Um þúsund þátttakendur á aldrinum 11 til 18 ára voru skráðir til leiks í 18 íþróttagreinum á mótinu. Meðal annars var keppt í fótbolta, grasblaki, frjálsum íþróttum, borðtennis og blaki.  Nokkur þúsund manns voru því í bænum um helgina.

Tjaldsvæðin á Kárastöðum voru þéttsetin.
Tjaldsvæðin á Kárastöðum voru þéttsetin. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson

Ungmennasamband Dalamanna og Breiðfirðinga (UDN) hlaut svokallaðan Fyrirmyndarbikar UMFÍ, en bikarinn er afhentur í lok hvers Unglingalandsmóts til héraðssambands eða íþróttabandalags sem hefur sýnt fyrirmyndarframkomu innan sem utan keppni á mótinu.

Í gærkvöldi komu GDRN, Júlí Heiðar og Orri Sveinn fram á tónleikum. 

Á næsta ári fer Unglingalandsmótið fram á Egilsstöðum. 

Ljósmynd/UMFÍ
Ljósmynd/UMFÍ
Ljósmynd/UMFÍ
Blíðskaparveður var í Borgarnesi um helgina.
Blíðskaparveður var í Borgarnesi um helgina. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
mbl.is