Engin alvarleg mál í Eyjum

Þjóðhátíð | 5. ágúst 2024

Engin alvarleg mál í Eyjum

„Þetta var bara með rólegasta móti, enn sem komið er hef ég ekkert stórt mál í höndunum eftir þessa Þjóðhátíð,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.

Engin alvarleg mál í Eyjum

Þjóðhátíð | 5. ágúst 2024

Lögreglan leitast eftir að fólk skemmti sér örugglega niður í …
Lögreglan leitast eftir að fólk skemmti sér örugglega niður í dalnum og það virðist hafa tekist vel til í ár. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

„Þetta var bara með rólegasta móti, enn sem komið er hef ég ekkert stórt mál í höndunum eftir þessa Þjóðhátíð,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.

„Þetta var bara með rólegasta móti, enn sem komið er hef ég ekkert stórt mál í höndunum eftir þessa Þjóðhátíð,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.

Segir hann síðasta kvöld Þjóðhátíðar hafa verið svipað og fyrri kvöld og engin alvarleg mál hafi komið á borð lögreglu.

„En auðvitað eins og ég hef alltaf sagt þá er alltaf einhver ágreiningur og pústrar og einhver fíkniefni smávegis en ekkert stórt,“ segir Karl.

„Það er það sem við stefnum að“

Nefnir hann að fólk sé nú byrjað að tía sig heim og einhverjar raðir séu byrjaðar að myndast við Herjólf.

„Enn það er auðvitað ekkert í líkingu það sem verður hérna seinna í dag þegar menn eru vaknaðir.“

Segist Karl að lokum vera ánægður með hve vel hafi tekist með Þjóðhátíð í ár.

„Það er það sem við stefnum að. Að fólk geti skemmt sér örugglega niður í Dal. Ekkert annað sem við erum að leita eftir.“

mbl.is