Gat verið fúl og sár lengi

Ólympíuleikarnir í París | 5. ágúst 2024

Gat verið fúl og sár lengi

Snæfríður Sól Jórunnardóttir, fremsta sundkona Íslands um þessar mundir, er með mikið keppnisskap.

Gat verið fúl og sár lengi

Ólympíuleikarnir í París | 5. ágúst 2024

Snæfríður Sól Jórunnardóttir í Ólymíuþorpinu.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir í Ólymíuþorpinu. Kristinn Magnússon

Snæfríður Sól Jórunnardóttir, fremsta sundkona Íslands um þessar mundir, er með mikið keppnisskap.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir, fremsta sundkona Íslands um þessar mundir, er með mikið keppnisskap.

Það leyndi sér ekki eftir fyrsta sundið á Ólympíuleikunum í París, þar sem hún var ekki sérlega sátt við sjálfa sig, þrátt fyrir að hún hafi tryggt sér sæti í undanúrslitum í 200 metra skriðsundi.

„Keppnisskapið verður að vera til staðar ef maður er í afreksíþróttum. Ég vil alltaf gera betur og eins vel og mögulega hægt er. Ef ég útfæri sundin ekki nægilega vel vil ég gera betur næst og fá annað tækifæri til þess sem fyrst,“ sagði Snæfríður við mbl.is frá ólympíuþorpinu í París.

Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir í París.
Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir í París. Kristinn Magnússon

Hún fær hjálp frá þjálfurum og öðru fagfólki til að jafna sig hratt þegar ekki gengur sem skildi.

„Það er misjafnt hvað ég er lengi að jafna mig eftir erfið sund. Ég er með gott teymi í kringum mig sem hjálpar mér mikið að ná að jafna mig, líta á jákvæðu hlutina og líta það sem gerist á góðan hátt í staðinn fyrir að pirra sig yfir því og grafa sig í djúpa holu,“ sagði hún.

Keppnisskapið var ekki minna þegar hún var yngri, en Snæfríður er ekki eins tapsár nú og áður. „Ef ég átti sund sem gekk ekki vel gat ég verið fúl og sár lengi. Þetta er eitt af því sem ég hef verið að vinna í og er orðin betri í,“ sagði hún.

mbl.is