Guðdómlegar fylltar smákökur Lindu Ben

Uppskriftir | 6. ágúst 2024

Guðdómlegar fylltar smákökur Lindu Ben

Kökudrottningin Linda Ben veit hvað þarf til þess að fara með bragðlaukana í töfrandi ferðalag. Hér gefur hún uppskrift að smákökum sem eru með karamellusúkkulaði sem flestir borða nú bara beint úr umbúðunum. Súkkulaðið er gott eitt og sér en ennþá betra þegar það hittir kökudeig og fær að bakast í bakaraofni. 

Guðdómlegar fylltar smákökur Lindu Ben

Uppskriftir | 6. ágúst 2024

Linda Ben útbjó smákökur með fylltu karamellusúkkulaði.
Linda Ben útbjó smákökur með fylltu karamellusúkkulaði. Samsett mynd

Kökudrottningin Linda Ben veit hvað þarf til þess að fara með bragðlaukana í töfrandi ferðalag. Hér gefur hún uppskrift að smákökum sem eru með karamellusúkkulaði sem flestir borða nú bara beint úr umbúðunum. Súkkulaðið er gott eitt og sér en ennþá betra þegar það hittir kökudeig og fær að bakast í bakaraofni. 

Kökudrottningin Linda Ben veit hvað þarf til þess að fara með bragðlaukana í töfrandi ferðalag. Hér gefur hún uppskrift að smákökum sem eru með karamellusúkkulaði sem flestir borða nú bara beint úr umbúðunum. Súkkulaðið er gott eitt og sér en ennþá betra þegar það hittir kökudeig og fær að bakast í bakaraofni. 

„Þessar pralín saltkararmellufylltu smákökur eru svo guðdómlega góðar. Saltkaramellan lekur út í deigið og gerir það klístrað og algjörlega ómótstæðilegt,“ segir Linda Ben á vef sínum lindaben.is. 

Smákökurnar eru ekki bara fallegar á mynd. Þær eru líka …
Smákökurnar eru ekki bara fallegar á mynd. Þær eru líka ljúffengar. Ljósmynd/Linda Ben

Karamellu pralín fylltar smákökur

  • 200 g smjör
  • 100 sykur
  • 150 g púðursykur
  • 1 egg
  • 1 eggjarauða
  • 1 msk vanilludropar
  • 1 tsk matarsódi
  • 250 g hveiti
  • 150 g Síríus pralín með saltkaramellufyllingu
  • 150 g Síríus lakkrískurl

Aðferð:

  1. Setjið smjörið í skál ásamt sýkri og púðursykri í skál og þeytið þar til létt og ljóst.
  2. Bætið saman við egginu og eggjarauðunni og þeytið.
  3. Bætið saman við vanilludropunum.
  4. Blandið saman matarsóda of hveiti og bætið út í, hrærið aðeins þar til blandað.
  5. Skerið Síríus pralín súkkulaðið niður og bætið út í deigið ásamt lakkrískurli
  6. Setjið deigið loftþétt ílát og kælið í 1 klst eða yfir nótt inn í ísskáp.
  7. Kveikið á ofninum og stillið á 175°, undir og yfir hita.
  8. Búið til 30 g kúlur úr deiginu og raðið þeim á smjörpappírsklædda ofnskúffu með góðu millibili og bakið í 11 mín. Eftir 11 mín eiga endarnir að vera byrjaðir að brúnast en miðjan er ennþá vel mjúk. Takið þá út úr ofninum og k ælið kökurnar áður en þær eru borðaðar.
mbl.is