Nýdönsk með nýtt tónlistarmyndband

Poppkúltúr | 6. ágúst 2024

Nýdönsk með nýtt tónlistarmyndband

Hljómsveitin Nýdönsk hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Fullkomið farartæki sem kom út á helstu streymisveitum nýlega og hefur hlotið góðar viðtökur. Myndbandið var tekið upp í hinu sögufræga hljóðveri Real World sem stofnað var af goðsögninni Peter Gabriel á níunda áratugnum, en þar dvaldi hljómsveitin við upptökur á nýrri hljómplötu sem væntanleg er á næstu mánuðum.

Nýdönsk með nýtt tónlistarmyndband

Poppkúltúr | 6. ágúst 2024

Tólistarmyndbandið var tekið var upp í sögufræga hljóðverinu Real World.
Tólistarmyndbandið var tekið var upp í sögufræga hljóðverinu Real World. Ljósmynd/Aðsend

Hljómsveitin Nýdönsk hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Fullkomið farartæki sem kom út á helstu streymisveitum nýlega og hefur hlotið góðar viðtökur. Myndbandið var tekið upp í hinu sögufræga hljóðveri Real World sem stofnað var af goðsögninni Peter Gabriel á níunda áratugnum, en þar dvaldi hljómsveitin við upptökur á nýrri hljómplötu sem væntanleg er á næstu mánuðum.

Hljómsveitin Nýdönsk hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Fullkomið farartæki sem kom út á helstu streymisveitum nýlega og hefur hlotið góðar viðtökur. Myndbandið var tekið upp í hinu sögufræga hljóðveri Real World sem stofnað var af goðsögninni Peter Gabriel á níunda áratugnum, en þar dvaldi hljómsveitin við upptökur á nýrri hljómplötu sem væntanleg er á næstu mánuðum.

Hljóðverið var hannað með það fyrir augum að byggja frá grunni skapandi rými fyrir listamenn frá öllum heimshornum til að koma saman og búa til tónlist. Eins og sjá má í myndbandinu þá er um einstakt rými að ræða þar sem hljómsveitin getur tekið upp lifandi flutning. Meðal tónlistarfólks sem unnið hafa í Real World eru Tom Jones, Beyoncé, Harry Styles og íslensku listamennirnir Björk og Sigurrós.

Það var Simon Whitehead sem gerði myndbandið, Katie May sá um hljóðvinnslu lagsins, Guðmundur Pétursson spilar á gítar og meðlimir Nýdönsk sjá um annan hljóðfæraleik og söng. Lag og texti er svo eftir Björn Jörund Friðbjörnsson og Daníel Ágúst Haraldsson.

Það er nóg framundan hjá Nýdönsk en í haust heldur hljómsveitin sína árlega tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 21. september og í Hofi á Akureyri viku síðar. Miðasala er nú í fullum gangi á tix.is.

mbl.is