Kallar föður sinn raðframhjáhaldara

Poppkúltúr | 7. ágúst 2024

Kallar föður sinn raðframhjáhaldara

Trans dóttir auðjöfursins Elon Musk, Vivian Jenna Wilson, opnaði sig um skrautlega fortíð föður síns í færslu á samfélagsmiðlasíðunni Threads á mánudag.

Kallar föður sinn raðframhjáhaldara

Poppkúltúr | 7. ágúst 2024

Vivian Jenna Wilson talar ekki lengur við föður sinn.
Vivian Jenna Wilson talar ekki lengur við föður sinn. Samsett mynd

Trans dóttir auðjöfursins Elon Musk, Vivian Jenna Wilson, opnaði sig um skrautlega fortíð föður síns í færslu á samfélagsmiðlasíðunni Threads á mánudag.

Trans dóttir auðjöfursins Elon Musk, Vivian Jenna Wilson, opnaði sig um skrautlega fortíð föður síns í færslu á samfélagsmiðlasíðunni Threads á mánudag.

Samband feðginanna hefur verið ansi stormasamt í gegnum árin þar sem Musk neitar að viðurkenna tilvist dóttur sinnar. Hann sagði í nýlegu viðtali að „woke mind virus“ hafi drepið barnið sitt. 

Í hefndarskyni fyrir orð föður síns ákvað Wilson að gefa netverjum innsýn inn í líf Musk og sagði meðal annars frá ótal framhjáhöldum föður síns og lausaleiksbörnum. 

Wilson, sem breytti nafni sínu og kyni í júní 2022, kallaði föður sinn meðal annars raðframhjáhaldara, lygara, hræðilegan föður og mann sem byggi í landi blekkinga. 

Musk á 12 börn með þremur konum. Hann eignaðist sex börn, þar á meðal Wilson, með fyrstu eiginkonu sinni, rithöfundinum Jennifer Justin Musk. 

mbl.is