Gústaf Ásbjörnsson, sviðsstjóri hjá Landi og skógi, segir að þó nokkur umræða hafi verið hjá Landgræðslunni um að fara í framkvæmdir við Leirá þegar farvegur árinnar breyttist og vatn rann í ána Skálm. Segir hann ekki hafa verið nægt fjármagn til að fara í framkvæmdir sem þurfti til að koma ánni í sinn gamla farveg.
Gústaf Ásbjörnsson, sviðsstjóri hjá Landi og skógi, segir að þó nokkur umræða hafi verið hjá Landgræðslunni um að fara í framkvæmdir við Leirá þegar farvegur árinnar breyttist og vatn rann í ána Skálm. Segir hann ekki hafa verið nægt fjármagn til að fara í framkvæmdir sem þurfti til að koma ánni í sinn gamla farveg.
Gústaf Ásbjörnsson, sviðsstjóri hjá Landi og skógi, segir að þó nokkur umræða hafi verið hjá Landgræðslunni um að fara í framkvæmdir við Leirá þegar farvegur árinnar breyttist og vatn rann í ána Skálm. Segir hann ekki hafa verið nægt fjármagn til að fara í framkvæmdir sem þurfti til að koma ánni í sinn gamla farveg.
Eftir að jökulhlaup varð úr Mýrdalsjökli í lok júlí, þar sem hlaupið fylgdi farvegi Leirár, hafa bændur í Álftaveri stigið fram og sagst hafa varað við að þetta gæti gerst í fleiri ár. Greint hefur verið frá að bændur og heimamenn vildu láta byggja mannvirki sem myndi færa ána í sinn gamla farveg og var það rætt við bæði Vegagerðina og Landgræðsluna.
„Okkur varð fljótlega ljóst að þetta var nú kannski miklu meira en Landgræðslan, á þeim tíma, réð við að gera. Þetta var stærri framkvæmd. Þess vegna var nú farið í þetta í tengslum og samstarfi við almannavarnir á sínum tíma,“ segir Gústaf, sem var þá var héraðsfulltrúi Landgræðslunnar.
Segir hann að gerð hafi verið tilraun til að reyna að rétta farveginn af en það hafi ekki gengið eftir.
„Það var farið þarna í milljóna framkvæmd sem entist nú eitthvað stutt. Það var bara það mikill framburður í Leiránni.“
Í samtali við mbl.is í síðustu viku sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur að hefði átt að búa til garð á staðnum hefði hann þurft að vera nokkrir kílómetrar á lengd og margra metra hár. Því er Gústaf sammála.
„Það var bara nákvæmlega þannig. Það var niðurstaðan og matið á sínum tíma,“ segir Gústaf og bendir jafnframt á að kostnaður við gerð slíks mannvirkis hefði verið mjög mikill.
Hver tók ákvörðun um að fara ekki í framkvæmdir?
„Það eru þá í raun og veru almannavarnir sem gera það eftir að það varð ljóst að þessar framkvæmdir verði miklu stærri en Landgræðslan réð við á sínum tíma. Þá hljóta það að vera almannavarnir og yfirvöld sem taka þá ákvörðun,“ segir Gústaf. „Ég ætla ekkert að mótmæla því að bændur hafi haft rétt fyrir sér. Þetta snerist bara um krónur og aura á sínum tíma. Einhverjar krónur sem voru ekkert endilega til.“