Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir stendur reglulega vaktina í Ísbúðinni Háaleiti og töfrar fram gómsæta ísa sem flestir landsmenn hika ekki við að næla sér hvernig sem viðrar.
Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir stendur reglulega vaktina í Ísbúðinni Háaleiti og töfrar fram gómsæta ísa sem flestir landsmenn hika ekki við að næla sér hvernig sem viðrar.
Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir stendur reglulega vaktina í Ísbúðinni Háaleiti og töfrar fram gómsæta ísa sem flestir landsmenn hika ekki við að næla sér hvernig sem viðrar.
Sigurborg Katla er algjör dugnaðarforkur en ásamt vinnu stundar hún nám við Kvennaskólann í Reykjavík og æfir fótbolta með Víkingi Reykjavík. Það er því nóg að gera hjá þessari ungu konu.
Blaðamaður matarvefjarins forvitnaðist aðeins um vinsælasta ísinn og uppáhaldsís Sigurborgar Kötlu.
Hvað er skemmtilegast við að vinna í ísbúð?
„Ég byrjaði að vinna í Ísbúð Háaleitis í apríl 2023. Eitt það skemmtilegasta við að vinna í ísbúð er að gera trúðaísinn og umgangast skemmtilegt fólk.“
Hver hefur verið vinsælasti ísinn í sumar og af hverju?
„Vinsælasti ísinn er rjómaís með lúxusdýfu, Toblerone-dýfu og hnetum. Hann er gómsætur.“
Hver er uppáhaldsísinn þinn og af hverju?
„Uppáhaldsísinn minn er lítill rjómaís í brauðformi með karamelludýfu og pekanhnetum. Það jafnast ekkert á við ís í brauðformi.“