Það jafnast fátt á við góða djöflatertu en til þess að hún verði sem best skiptir máli að hræra hana saman í réttri röð og koma fram við hráefnin af virðingu. Ekki henda öllu í skál og brussast áfram. Það er til dæmis alveg stranglega bannað að setja hrærivélina á hæsta styrk og sjá hveitið og sykurinn þyrlast upp um alla veggi.
Það jafnast fátt á við góða djöflatertu en til þess að hún verði sem best skiptir máli að hræra hana saman í réttri röð og koma fram við hráefnin af virðingu. Ekki henda öllu í skál og brussast áfram. Það er til dæmis alveg stranglega bannað að setja hrærivélina á hæsta styrk og sjá hveitið og sykurinn þyrlast upp um alla veggi.
Það jafnast fátt á við góða djöflatertu en til þess að hún verði sem best skiptir máli að hræra hana saman í réttri röð og koma fram við hráefnin af virðingu. Ekki henda öllu í skál og brussast áfram. Það er til dæmis alveg stranglega bannað að setja hrærivélina á hæsta styrk og sjá hveitið og sykurinn þyrlast upp um alla veggi.
Hvað er hægt að gera til þess að kökur lyftist vel? Eitt gott ráð er að aðskilja eggin og hræra þau í sitthvoru lagi. Hræra eggjarauðurnar þannig að blandan verði fallega gul og rjómakennd og stífþeyta svo eggjahvíturnar. Eggjahvítur og eggjarauður fara ekki á sama tíma út í deigið og mikilvægt er að setja stífþeyttu eggjahvíturnar varlega út í svo eiginleikar þeirra tapist ekki. Einnig skiptir máli að aðskilja eggin þegar þau eru köld og byrja ekki að baka kökuna fyrr en eggin hafa staðið á borði og séu við stofuhita þegar baksturinn hefast. Mjög bráðlátir bakarar eiga mjög erfitt með þetta skref í ferlinu.
Í hvert skipti sem ég baka þessa dýrindis djöflatertu þá rifjast það upp fyrir mér hvað það væri mikill lúxus að eiga allavega þrjár hrærivélaskálar - ekki bara eina. Þegar kakan fer inn í ofn er ég oftast búin að steingleyma því hvað þrjár hrærivélaskálar væru mikill munaður og það rifjast ekki upp fyrr en við næsta bakstur. Einhvern veginn man ég aldrei eftir þessum hrærivélaskálaskorti á venjulegum degi. Svona getur mannshugurinn verið ófullkominn og glundroðakenndur. Það er þó eitt sem er alls ekki ófullkomið og það er þessi djöflaterta, þar að segja ef fólk fer nákvæmlega eftir uppskriftinni og gefur sér tíma til að njóta augnabliksins. Góða skemmtun í eldhúsinu!
Aðferð:
Aðferð: