„Hefði ekki þurft að fara svona“

Reykjavíkurmaraþon | 8. ágúst 2024

„Hefði ekki þurft að fara svona“

„Mikilvægt er að aðstandendur þess fólks sem tekur líf sitt fái strax nauðsynlega og viðeigandi aðstoð,“ segir Heiður Hjaltadóttir.

„Hefði ekki þurft að fara svona“

Reykjavíkurmaraþon | 8. ágúst 2024

„Miklar kröfur sem getur reynst ungu fólki erfitt að standa …
„Miklar kröfur sem getur reynst ungu fólki erfitt að standa undir. Þetta verður að breytast,“ segir Heiður. mbl.is/Eyþór Árnason

„Mikilvægt er að aðstandendur þess fólks sem tekur líf sitt fái strax nauðsynlega og viðeigandi aðstoð,“ segir Heiður Hjaltadóttir.

„Mikilvægt er að aðstandendur þess fólks sem tekur líf sitt fái strax nauðsynlega og viðeigandi aðstoð,“ segir Heiður Hjaltadóttir.

„Strax eftir að okkur bárust þessar hræðilegu fréttir vorum við gripin. Stuðningur og hjálp sálfræðings hefur gert mikið fyrir mig.“

Heiður er móðir Hjalta Þórs Ísleifssonar heitins sem fyrirfór sér í desember á síðasta ári, en hann var þá, 27 ára, í doktorsnámi í stærðfræði við ETH-háskólann í Zürich í Sviss. Námið hafði gengið mjög vel og var Hjalti að nálgast doktorsgráðuna.

Hugurinn fylltist ranghugmyndum

Hins vegar fylltist hugurinn ranghugmyndum eitt augnablik, að sögn móður hans, um að grein sem hann hafði skrifað og birt var opinberlega, þegar hann var á fyrsta ári í doktorsnáminu, stæðist ekki skoðun. Hann taldi sig hafa stolið niðurstöðum annars stærðfræðings sem var með sams konar athuganir í rannsóknum sínum. Prófessorinn hans Hjalta, Urs Lang, fullvissaði fjölskyldu Hjalta eftir andlát hans um að svo hefði ekki verið.

„Þessar efasemdir Hjalta um ritgerðina voru honum um megn. Þetta er mjög átakanlegt og hefði ekki þurft að fara svona. Okkur fjölskyldunni er í mun að halda minningu drengsins okkar á lofti,“ segir Heiður.

Allar upplýsingar um Minningarsjóð Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings er að finna á vef Reykjavíkurmaraþonsins. Bankareikningur sjóðsins er 0133-15-007489 og kennitalan er 440624-0650.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is