Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu leika til úrslita í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum eftir sigur á Spani, 25:24, í miklum spennuleik í Lille.
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu leika til úrslita í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum eftir sigur á Spani, 25:24, í miklum spennuleik í Lille.
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu leika til úrslita í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum eftir sigur á Spani, 25:24, í miklum spennuleik í Lille.
Juri Knorr skoraði sigurmark Þjóðverja um 90 sekúndum fyrir leikslok. Danmörk og Slóvenía mætast í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld.
Þjóðverjar voru yfir nánast allan leikinn og náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik. Spánverjar neituðu að gefast upp og tókst að jafna í 12:12 fyrir hlé, sem voru hálfleikstölur.
Þjóðverjar voru snöggir að ná forskotinu á ný í seinni hálfleik og var staðan 20:18 þegar stundarfjórðungur var til leiksloka.
Spánverjar neituðu að gefast upp og þeir komust yfir í fyrsta skipti í stöðunni 23:22, tíu mínútum fyrir leikslok. Að lokum voru Þjóðverjar hins vegar sterkari og Alfreð leikur um gullverðlaun á Ólympíuleikum í fyrsta skipti.
Renars Uscins skoraði sex mörk fyrir Þýskaland og þeir Johannes Golla og Juri Knorr gerðu fjögur. Maður leiksins var hins vegar markvörðurinn Andreas Wolff með 22 skot varin, þar af eitt víti.
Daniel Fernández skoraði mest hjá Spánverjum eða fimm mörk. Ian Tarrafet aog Agustín Casado voru með fjögur hvor.