Næstkomandi laugardag, 10. ágúst, verður svonefndur Ferguson-dagur á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri í Borgarfirði. Þennan dag verða félagar í Fergusonfélaginu með viðveru á safninu, sinna reglulegu viðhaldi og segja frá vélunum. Ef veður leyfir verða vélar teknar út og viðraðar. Auk þess eru aðrir eigendur gamalla dráttarvéla og tækja hvattir til að koma með sínar vélar á svæðið.
Næstkomandi laugardag, 10. ágúst, verður svonefndur Ferguson-dagur á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri í Borgarfirði. Þennan dag verða félagar í Fergusonfélaginu með viðveru á safninu, sinna reglulegu viðhaldi og segja frá vélunum. Ef veður leyfir verða vélar teknar út og viðraðar. Auk þess eru aðrir eigendur gamalla dráttarvéla og tækja hvattir til að koma með sínar vélar á svæðið.
Næstkomandi laugardag, 10. ágúst, verður svonefndur Ferguson-dagur á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri í Borgarfirði. Þennan dag verða félagar í Fergusonfélaginu með viðveru á safninu, sinna reglulegu viðhaldi og segja frá vélunum. Ef veður leyfir verða vélar teknar út og viðraðar. Auk þess eru aðrir eigendur gamalla dráttarvéla og tækja hvattir til að koma með sínar vélar á svæðið.
Einnig verður kynning á glænýrri bók Bjarna Guðmundssonar, Búverk og breyttir tímar, en þessi bók bætist við fjölda annarra áður útkominna bóka Bjarna um landbúnaðarsögu landsins. Þarna hefur hann sett saman mikinn fróðleik um ýmis þau búverk sem sum hver eru alveg horfin og önnur hafa breyst mikið.
Á laugardag verður sömuleiðis kaffihlaðborð Kvenfélagsins 19. júní í Skemmunni, elsta húsinu á Hvanneyrarstað. Reynslan sýnir að það er ekki síður kaffihlaðborðið sem dregur fólk á staðinn. Auk þessa verður sveitamarkaður í hlöðu Halldórsfjóss – sem er hluti af rými safnsins. Þar munu ýmsir framleiðendur selja margt gott og gagnlegt.