Danir héldu út og mæta Alfreð

Ólympíuleikarnir í París | 9. ágúst 2024

Danir héldu út og mæta Alfreð

Danmörk er komin í úrslitin í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Slóveníu, 31:30, í kvöld. 

Danir héldu út og mæta Alfreð

Ólympíuleikarnir í París | 9. ágúst 2024

Danir fagna sigrinum.
Danir fagna sigrinum. AFP/Francois Lo Pestri

Danmörk er komin í úrslitin í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Slóveníu, 31:30, í kvöld. 

Danmörk er komin í úrslitin í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Slóveníu, 31:30, í kvöld. 

Danmörk mætir Þýskalandi, sem Alfreð Gíslason stýrir, næstkomandi sunnudag en Slóvenía mætir Spáni í bronsleiknum samdægurs. 

Danska liðið var með yfirhöndina nánast allan tímann og var staðan í hálfleik 15:10 Dönum í vil. 

Undir lok leiks náði Slóvenía að klóra sig aftur inn í leikinn. Þá fékk Mikkel Hansen vítakast til að tryggja Dönum sigurinn þegar að 15 sekúndur voru eftir. Hann klúðraði því hins vegar og Slóvenar geystust í sókn. 

Slóvenía náði ekki að jafna í síðustu sókninni og fer Danmörk því áfram í úrslitaleikinn. 

Magnus Landin skoraði sex mörk fyrir Danmörku en Mikkel Hansen og Lukas Jörgensen skoruðu fimm. 

Aleks Vlah skoraði þá sjö fyrir Slóveníu. 

mbl.is