Breski forsætisráðherrann Keir Starmer varaði í dag við frekari uppþotum hægriöfgamanna um helgina og bað lögreglulið landsins lengst allra orða að vera við öllu búin í kjölfar ókyrrðar og uppþota víða um landið sem hófust eftir að þrjú börn voru myrt í hnífstunguárás í Southport 29. júlí.
Breski forsætisráðherrann Keir Starmer varaði í dag við frekari uppþotum hægriöfgamanna um helgina og bað lögreglulið landsins lengst allra orða að vera við öllu búin í kjölfar ókyrrðar og uppþota víða um landið sem hófust eftir að þrjú börn voru myrt í hnífstunguárás í Southport 29. júlí.
Breski forsætisráðherrann Keir Starmer varaði í dag við frekari uppþotum hægriöfgamanna um helgina og bað lögreglulið landsins lengst allra orða að vera við öllu búin í kjölfar ókyrrðar og uppþota víða um landið sem hófust eftir að þrjú börn voru myrt í hnífstunguárás í Southport 29. júlí.
Reis mikil ólga, er teygði sig allt til Norður-Írlands, eftir ódæðið en sá kvittur barst víða um samfélagsmiðla að sautján ára gamall piltur, sem handtekinn var og er grunaður árásarmaður í málinu, væri íslamstrúar. Þær upplýsingar voru hins vegar úr lausu lofti gripnar en engu að síður urðu þær kveikjan að óeirðum í á annan tug borga og bæja þótt kyrrð hafi ríkt síðustu tvo daga.
Réðust þátttakendur í óeirðunum að moskum og stöðum sem tengdir eru innflytjendum og hrópuðu vígorð á borð við „Björgum börnunum okkar!“ og „Tökum landið okkar aftur!“ og hlutu rúmlega fimmtíu lögregluþjónar benjar eftir grjótkast óeirðaseggja í Southport fyrr í vikunni.
Lofaði forsætisráðherra skjót viðbrögð dómskerfisins fyrir að kveða tafarlaust upp dóma yfir nokkrum þeim uppþotamanna sem handteknir voru á vettvangi – svo afdráttarlaus viðbrögð hefðu varnaðaráhrif á aðra og yrðu til þess að draga úr ólgunni.
Í Belfast á Norður-Írlandi hefur öldurnar þó ekki lægt og kennir lögregla þar öfgamönnum, hlynntum einingu Bretlands og Norður-Írlands, um að hafa kynt undir ófriðarbáli síðustu daga.
„Við verðum að vera á varðbergi um helgina og tryggja að samfélag okkar sé öruggt og að þar ríki öryggiskennd,“ sagði ráðherra í heimsókn í aðalstöðvar lögreglunnar í London í dag. Uppþot í kjölfar árásarinnar í Southport væru háskaleg blanda við upphaf knattspyrnutímabilsins sem eitt og sér væri lögreglu næg áskorun.
Breska lögreglan kvaðst í yfirlýsingu í gær hafa handtekið tæplega 500 manns fyrir meinta þátttöku í uppþotunum eftir hnífstunguárásina í júlí en handtökur í gær voru þó ekki fleiri en tólf.