Kleini snýr aftur á samfélagsmiðla

Áhrifavaldar | 9. ágúst 2024

Kleini snýr aftur á samfélagsmiðla

Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur snúið aftur á samfélagsmiðla eftir 376 daga hlé. Hann birti stutt myndskeið á Instagram þar sem hann tilkynnti um endurkomuna en sagði síðasta ár hafa verið æðislegt og hann hafi ferðast víða um Evrópu.

Kleini snýr aftur á samfélagsmiðla

Áhrifavaldar | 9. ágúst 2024

Samband Hafdísar og Kleina vakti mikla athygli.
Samband Hafdísar og Kleina vakti mikla athygli. Arnþór Birkisson

Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur snúið aftur á samfélagsmiðla eftir 376 daga hlé. Hann birti stutt myndskeið á Instagram þar sem hann tilkynnti um endurkomuna en sagði síðasta ár hafa verið æðislegt og hann hafi ferðast víða um Evrópu.

Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur snúið aftur á samfélagsmiðla eftir 376 daga hlé. Hann birti stutt myndskeið á Instagram þar sem hann tilkynnti um endurkomuna en sagði síðasta ár hafa verið æðislegt og hann hafi ferðast víða um Evrópu.

„376 dagar án ykkar, oj bara. Nú kippum við þessu aftur í liðinn, undir eins,“ segir hann í myndskeiðinu. „Það er margt búið að ske. Held ég sé búinn að setja fótinn í hvert einasta land í Evrópu og það er búið að vera luxuriously æðislegt.“ Í kjölfarið deildi hann myndasyrpu af Evrópu-ferðalaginu.

Kristján er áhrifavaldur og sjómaður. Hann hefur verið áberandi í fjölmiðlum síðustu ár ásamt unnustu sinni, Hafdísi Björgu Kristjánsdóttur, einkaþjálfara. Kristján sagði fylgjendum sínum fyrir um það bil ári síðan að samfélagsmiðlarnir væru of tímafrekir. Hann þyrfti því að loka á miðlana til að geta einbeitt sér að markmiðum sínum. Vakti pásan mikla athygli hjá öðrum áhrifavöldum. Hafdís ákvað í kjölfarið að taka sér hlé frá tímaþjófinum.

mbl.is