Matarvenjur Miðjarðarhafsins – suðurítalskar uppskriftir er matreiðslubók eftir hinn ítalska Valerio Gargiulo sem býr hér á landi. Hann segir bókina vera virðingarvott við merkilega matargerðararfleifð þar sem hollusta er höfð í fyrirrúmi.
Matarvenjur Miðjarðarhafsins – suðurítalskar uppskriftir er matreiðslubók eftir hinn ítalska Valerio Gargiulo sem býr hér á landi. Hann segir bókina vera virðingarvott við merkilega matargerðararfleifð þar sem hollusta er höfð í fyrirrúmi.
Matarvenjur Miðjarðarhafsins – suðurítalskar uppskriftir er matreiðslubók eftir hinn ítalska Valerio Gargiulo sem býr hér á landi. Hann segir bókina vera virðingarvott við merkilega matargerðararfleifð þar sem hollusta er höfð í fyrirrúmi.
Valerio Gargiulo er Ítali, fæddur og uppalinn í Napólí, en hefur verið búsettur hér á landi frá árinu 2002. Á síðasta ári gaf hann út matreiðslubókina Uppskriftir Valerios frá Napólí og nú er komin út ný bók Matarvenjur Miðjarðarhafsins – suðurítalskar uppskriftir.
„Miðjarðarhafsmataræðið er talið mikil heilsubót, er almennt viðurkennt sem eitt besta mataræði í heiminum. Mamma og amma og vinkonur þeirra elduðu þennan mat og uppskriftirnar koma frá þeim. Þessi matur er ekki erfiður í matreiðslu og alls ekki dýr. Matreiðslubókin mín er virðingarvottur við matargerðararfleifð þar sem sólin, sjórinn og jörðin gefa af sér afburðavörur af einstökum gæðum og með fjölbreyttu bragði. Þetta er matur sem er góður fyrir líkama og sál. Þar er ólífuolía mikið notuð, sömuleiðis grænmeti og baunir en ekki er mikið um kjöt,“ segir Valerio.
Hann á sinn uppáhaldsmat, finnst gaman að búa til salöt og sitt eigið pasta. Hann hefur unun af að bjóða fólki heim í mat og leikur sér stundum að því að blanda saman matarhefðum ólíkra landa. Valerio á fjölmarga fylgjendur á Facebook og þar er hægt að festa kaup á bókinni.
Valerio er lögfræðingur að mennt og hefur sinnt ýmsum verkefnum. Hann vinnur á leikskóla og sinnir ritstörfum. Hann hefur sent frá sér bækur, skáldsögur og ljóðabækur og er félagi í Rithöfundasambandi Íslands.
Valerio deilir hér með lesendum MorgunblaðsinsS girnilegum uppskriftum sem er að finna í nýju bókinni hans. Þetta er annars vegar ofnbakapur kjúklingur með rósmaríni og kartöflun og hins vegar grillað eggaldin með myntu.
Ofnbakaður kjúklingur með rósmaríni og kartöflum
Erfiðleikar: auðvelt
Undirbúningur: 20 mín.
Matreiðsla: 80 mín.
Fyrir 4
Aðferð:
Grilluð eggaldin með myntu
Erfiðleikar: auðvelt
Undirbúningur: 10 mín.
Matreiðsla: 15 mín.
Fyrir 4
Aðferð: