Milljón ákvarðanir teknar

Ólympíuleikarnir í París | 9. ágúst 2024

Milljón ákvarðanir teknar

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee hefur þurft að fórna nær öllu hefðbundnu lífi til að halda sér í fremstu röð í sundinu og keppa á fernum Ólympíuleikum. Lífið sem afreksíþróttamaður á Íslandi er ekki alltaf dans á rósum, en það hefur þó sína kosti.

Milljón ákvarðanir teknar

Ólympíuleikarnir í París | 9. ágúst 2024

Anton Sveinn Mckee.
Anton Sveinn Mckee. Kristinn Magnússon

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee hefur þurft að fórna nær öllu hefðbundnu lífi til að halda sér í fremstu röð í sundinu og keppa á fernum Ólympíuleikum. Lífið sem afreksíþróttamaður á Íslandi er ekki alltaf dans á rósum, en það hefur þó sína kosti.

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee hefur þurft að fórna nær öllu hefðbundnu lífi til að halda sér í fremstu röð í sundinu og keppa á fernum Ólympíuleikum. Lífið sem afreksíþróttamaður á Íslandi er ekki alltaf dans á rósum, en það hefur þó sína kosti.

„Það má ekki einblína of mikið á hvað þetta getur verið erfitt. Að algjörlega helga sig einhverju markmiði og að setja rána hátt. Það þarf að þora að leggja allt á línuna. Þú þarft að gera allt sem þú getur til að ná sem bestum árangri og vera besta útgáfan af sjálfum þér,“ sagði Anton við mbl.is aðspurður um hvað væri best við að vera afreksíþróttamaður.

„Það eru milljón ákvarðanir teknar og svo þarf maður að bíða og sjá hvernig það fer. Það er stórt að gefa sjálfum sér tækifæri til að sjá hversu megnugur maður er. Það stendur upp úr að heyja þessar baráttur.

Þetta er erfitt og hark en á sama tíma það besta sem maður gerir. Maður kynnist mikið af fólki, fær ótrúlegar minningar og upplifir ótrúlegustu hluti. Ég er heppinn að fá að vera fyrirmynd til að hvetja yngri iðkendur áfram. Það er mögnuð lífsreynsla,“ sagði hann.

Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. Kristinn Magnússon
mbl.is