Hollari valkostur í þeytinginn

Uppskriftir | 10. ágúst 2024

Hollari valkostur í þeytinginn

Þessi holli og bragðgóði þeytingur kemur úr smiðju Guðríðar Torfadóttir, alla jafna kölluð Gurrý, og á án efa eftir að njóta mikilla vinsælda. En í þeytingnum er skyrdrykkur sem er nýjung frá Hreppamjólk sem hefur vakið mikla athygli meðal landsmanna. Guðríður er mörgum kunnug en hún hefur verið einn af vinsælustu þjálfurum landsins um árabil og komið m.a að gerð tvenna sjónvarpsþátta, Biggest Loser og Gerum Betur með Gurrý.

Hollari valkostur í þeytinginn

Uppskriftir | 10. ágúst 2024

Guðríður Torfadóttir, alla jafna kölluð Gurrý, veit fá betra en …
Guðríður Torfadóttir, alla jafna kölluð Gurrý, veit fá betra en góður og hollur þeytingur eftir æfingu. Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir

Þessi holli og bragðgóði þeytingur kemur úr smiðju Guðríðar Torfadóttir, alla jafna kölluð Gurrý, og á án efa eftir að njóta mikilla vinsælda. En í þeytingnum er skyrdrykkur sem er nýjung frá Hreppamjólk sem hefur vakið mikla athygli meðal landsmanna. Guðríður er mörgum kunnug en hún hefur verið einn af vinsælustu þjálfurum landsins um árabil og komið m.a að gerð tvenna sjónvarpsþátta, Biggest Loser og Gerum Betur með Gurrý.

Þessi holli og bragðgóði þeytingur kemur úr smiðju Guðríðar Torfadóttir, alla jafna kölluð Gurrý, og á án efa eftir að njóta mikilla vinsælda. En í þeytingnum er skyrdrykkur sem er nýjung frá Hreppamjólk sem hefur vakið mikla athygli meðal landsmanna. Guðríður er mörgum kunnug en hún hefur verið einn af vinsælustu þjálfurum landsins um árabil og komið m.a að gerð tvenna sjónvarpsþátta, Biggest Loser og Gerum Betur með Gurrý.

Hreppamjólk hefur unnið sér traust margra síðan hún kom á markað fyrir nokkrum árum, enda hefur vörulínan alltaf haft að leiðarljósi að bjóða upp á hrein og náttúruleg matvæli. Nú hefur Hreppamjólk kynnt til sögunnar nýjan skyrdrykk sem hefur fengið frábærar viðtökur frá neytendum.

Leitast við að nota hreinar vörur

„Ég hef notað Hreppamjólk frá því hún kom á markað fyrir nokkrum árum en ég leitast alltaf við að nota eins hreinar vörur og ég get í mataræðið mitt. Skyrdrykkurinn er kærkomin viðbót en ég fæ mér þannig fyrir æfingu með einum banana og þannig fæ ég góða orku sem fer vel í magann. Þar sem Hreppamjólk er ófitusprengd þá virðist hún fara létt í maga og auðveldara að melta hana og ég er líka mjög ánægð að sjá engan viðbættan sykur eða skrítin aukaefni sem eru ekki góð fyrir heilsuna,“ segir Gurrý.

„Í dag er það bara þannig að margar heilsuvörur eru með miklum viðbættum sætuefnum og það er ekki góð þróun, þannig ég er svo ánægð að Hreppamjólk haldi sig við sett markmið að halda vörunum heilsusamlegum í nýjungum og vona að fleiri framleiðendur fari að þeirra fordæmi, bætir Gurrý við. 

Þekkt fyrir að vera ófitusprengd 

Hreppamjólk hefur verið þekkt fyrir að vera ófitusprengd sem gerir hana léttari í maga og auðveldari að melta. Að auki innihalda vörur fyrirtækisins engan viðbættan sykur eða óæskileg aukaefni, sem er stór kostur fyrir heilsuna. Með þessari nýjung sýnir Hreppamjólk enn og aftur að fyrirtækið er á réttri leið í að framleiða hollar og náttúrulegar vörur fyrir neytendur sem hugsa um heilsuna.

Banana- og súkkulaðiprótein – skyrdrykkur

Fyrir 1

  • 1 stk. Skyrdrykkur Hreppamjólkar, hreinn
  • 1 skammtur súkkulaðiprótein
  • ½ banani
  • 1 msk. hnetusmjör
  • Klakar eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið í blandara og blandið vel saman. Ef ykkur finnst blandan of þykk er vert að bæta við klökum.
  2. Takið til stórt og gott glas og hellið drykknum í og njótið hvers sopa.
mbl.is